Ég er ekki að standa mig í því að gera blogg reglulega, hehe en ég er bara búin að hafa svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma...
Eina helgina fór ég í afmælispartý til David (strákur frá Ekvador sem er með Rotary) Þar voru helling af Rotary krökkum, þau tala öll saman á ensku, meðan við hjá afs VERÐUM að tala alltaf á frönsku hehe :) Svo restina af helginni gisti ég hjá Maríu.
Núna í íþróttum er ég í handbolta... Það er ekki gaman, sé eftir því að hafa verið svona löt í íþróttum hjá Öldu, það kemur sér ekki vel núna, því ég bara kann ekki handbolta og ég reyni að gera eitthvað af viti með því að hugsa um það íslenska landsliðið hehehe :)
Núna er ég semsagt orðin eina barnið á heimilinu og fjölskyldna fór allt í einu úr því að vera 5 í 3 manneskjur..
Louis fór 23.feb til Suður Afríku sem skiptinemi og svo flutti Anne Charlotte skyndilega að heiman í íbúð í Arras, hún kemur reyndar heim um helgar til að hjálpa til við hestana... Þetta er ekki orðið mjög skrýtið ennþá því að það eru búnir að vera gestir og barnabörnin í pössun.. En þegar allt er orðið rólegt verður þetta sjálfsagt mjög einkennilegt !
Í skólanum gengur allt bara við það sama...
Er búin að vera í tveggja vikna fríi núna, og er búin að nýta tímann vel :)
Yngsta systir Dominique er búin að vera hérna allt fríið og Matteó líka, svo litlu skvísurnar nokkra daga inn á milli..
Á þriðjudaginn í síðustu viku fórum við í heimsókn til Aude & fjölskyldu.. Svo á fimmtudaginn fórum við til Brugges í Belgíu.. Það var gargandi snilld, allt svo fallegt þarna, arkitektúrinn mjög svipaður en allt svo miklu snyrtilegra ! Maður getur labbað án þess að fylgjast með hverju skrefi til að forðast hundaskít- annað en hérna í Frakklandi- djöfulsins sóðaskapur ! Fórum líka í bátsferð um borgina, fengum okkur Belgískar vöfflur í kaffinu og enduðum daginn á því að fara á strönd sem heitir Ostandee eða eh þannig.. Þetta var góð ferð !
Aude og Jean Francois voru svo hérna yfir helgina og skildu Louise grísling eftir í pössun.
Svo á mánudag til miðvikudags fór ég með sjálfri mér til PARÍSAR !
Mánudagur:
Ræs um 5:30 til á ná rútunni til Arras kl. 6:30. Fór með tgv til Parísar rétt fyrir 8 og var þá komin á leiðarenda um 9 leytið. Skellti mér beint á Louvre og ætlaði að eyða morgninum þar, en svo bara mátti ég ekkert fara, á ss. að fá frítt inn því ég er undir 18, en ég þurfti víst að sýna vegabréf en ég var ekkert með þannig með, svo var ég víst með of stóran bakpoka og þau geta ekki geymt slíkt.. Fór í fýluferð þangað. Fór þá bara í Jardin des Plantes, ekki mikið lifandi þar ennþá en samt gaman að taka rölt þar.. Svo þar við hliðiná er náttúruminjasafnið með helling af beinagrindum og fleira. Fór svo eftir hádegi að skoða Notre Dame og eyddi svo restinni af deginum í kringum hana, fór m.a. í Shakespear& Company (bókabúð sem selur enskar bækur) Algjör krúttubúð, settist niður í smá og las í einhverri bók. Um kvöldmatarleytið fór ég að rölta þangað sem ég gisti, hjá Tinnu sem býr í Kínahverfinu.. Eldaði mér eitthvað fljótlegt og planaði svo morgundaginn..
Þriðjudagur:
Á stað um 9-leytið.. Byrjaði daginn á því að fara í Eiffel turninn.. það var rigningarský yfir borginni, en alveg fínasta útsýni þrátt fyrir það.. Eftir hádegismatinn fór ég að skoða Sacre Coeur.. ótrúlega falleg kirkja ! Svo restin af deginum bara í fallegasta hverfi heims.. Montmartre, það er alveg eins og ég ímyndaði mér að París væri.. Svo rómantískt og fallegt ! Fór á safn um hverfið líka.. Ætla einhvern tímann að koma hingað aftur um vor /sumar, þá er örugglega allt mikið fallegra ! Svo kakópása á kaffihúsinu í Halle Saint Pierre. Kíkti svo á le mur de je t'aime- þar sem ég elska þig er skrifað á öllum tungumálum heimsins, mjög flott !
Fann svo líka tvær vintage fata búðir þar í nágrenni, keypti ekkert en skrifaði niður nöfnin til að muna næst þegar ég verð í París ;) Um kvöldið tók ég smá rölt með Tinnu, sá Moulin Rouge leikhúsið og svo efst í götunni hennar er hægt að sjá Eiffel turninn upplýstann, nema hvað að hann vildi ekkert sýna okkur ljósasýningu, stóðum þarna í svona hálftíma en ekkert skeði.. c'est la vie :)
Í gær, Miðvikudag:
Leyfði mér nú bara að sofa svoldið lengur þar sem að ég hafði voða lítið eftir að gera af því sem mig langaði að gera.. Fór horfði á Sigurbogann í svona 10 mín, því svo hljóp ég (í orðsins fyllstu merkingu, á milli metro þ.e.a.s.) á Louvre þar sem ég hitti elsku bestu Erlu mína sem var í París með bekknum sínum ! Oh svo æðislegt að geta hitt hana í smá og spjallað ! Fékk að fara með þeim inn á Louvre, það bætti upp fýluferðina mína á mánudaginn, og skemmtilegt að vera að hlusta á ítalskan Guide tala um listaverk.. ! Þau ætluðu bara að vera þarna allan daginn, þannig ég gafst upp um hádegi og fór, svoldið erfitt að segja bless við elsku bestu mína ! Fékk mér Crépes í hádeginu.. Svo rölt á safninu Carnavalet, safn um sögu Parísar, mæli með því- frítt inn og mjög flott að skoða ! Skaust svo heim til Tinnu, náði í bakpokann og svo heim á leið..
Er mjööög ánægð með þessa 3 daga ! Varð ennþá meira viss um það hvað ég eeeeeeeeeeelska þessa borg mikið!
Svo er ég að fara að byrja í skólanum á mánudaginn... á smá heimavinnu eftir, kannski best að reyna að gera hana :)
Vorið er alveg að detta í gírinn held ég (þó það hafi snjóað á mánudagsmorgun)...
Hef voða lítið annað að segja, ég hef það bara fínt, franskan er öll að verða betri, er farin að hugsa svona að mestu leyti á frönsku- minni gerð af frönsku nb ! Það er sagt að maður hafi náð tökum á tungumálinu þegar manni dreymir á tungumálinu.. Mig hefur ekki enn dreymt heilan draum á frönsku, en svona ein og ein setning in á milli, þannig að það styttist allavega í þetta :)
Hafið það sem allra best allir <3
Ykkar, Katla