Komin tími til að blogga, þar sem margt hefur á daga mína drifið síðan síðast..
18. desember fór ég til Parísar með Dominique, Celine og Mariu.. Það var alveg æðislega gaman !
Tókum lest um morguninn, komum til Parísar um 10. Svo fórum við á sýningum um Kínaveldi í gamla daga á Louvre, það var frekar óskipulagt og ég skildi lítið sem ekkert en ég hef þó farið á Louvre :) Svo var komið hádegi þegar við komum þar út og Celine fór með okkur á Japanskan veitingastað sem hún þekkti. Hún bjó í 7 ár í París þannig að hún þekkir hvern krók og kima þarna ! En þessi veitingastaður var algjör snilld, sátum í hálfhring í kringum eldhúsið og kokkarnir réttu okkur matinn... Svo var maturinn líka algjört lostæti, svo það var ekki verra.. Eftir hádegið var bara tekið rölt um götur Parísar, það var bara yndislegt- ég elska París ! Miklu skemmtilegra að fara í óplanaða rólega menningarferð heldur en þaul skipulagða sveitta túristaferð- ég sá ekki einu sinni Eiffel turninn :) Ég fann geggjaða vintage búð í hommahverfinu, ætla að muna götunafnið !
Þetta var hreint út sagt vel heppnuð ferð..
Svo 22.des fórum við Maria til Lille. Ég gisti hjá henni í 2 nætur. Fórum þangað um morguninn, gerðum smá jólainnkaup og ég keypti mér m.a. jólakjól.. Svo eftir hádegið fórum við á Rótarý fund... óformlegur fundur, samt með fullorðnum gaur frá Rótarý... og krakkarnir pöntuðu sér bara bjór eins og ekkert væri.. og kallin borgaði. Svo fórum við í Parísarhjól og á jólamarkarðinn.. Fyrsta skiptið mitt til Lille, falleg borg !
Jólin...
23. desember er sjálfst mest óhefðbundni dagur ævi minnar... Engin kom í heimsókn með jólagjafir, ekkert jólaskraut sett upp og ENGIN þorláksmessuheimsók í Hamrafellið og síðast en ekki síst... ekki vottur af vetri ! Borðuðum á Mac Donalds í hádeginu, svo tók ég jólahreingerningu inni hjá mér svona til að fá ögn af jólafýling.. Þegar ég fór í rúmið um kvöldið hugsaði ég að ég gæti alveg eins vaknað daginn eftir og farið í skólan, svo mikið var jólaskapið.
Aðfangadagur var skrýtinn... Þegar ég vaknaði um morguninn ákvað ég nú að halda í þann vana að fara á náttfötunum og horfa á jólabarnaefnið í sjónvarpinu... Þrátt fyrir allar þessar barnastöðvar var engin jólaleg.. Glampandi sól, c.a. 10 stiga hiti og ennþá grænt sumargras. En eftir hádegið hvarf þessi Skröggsdrungi .. Dominique sagði að nú myndum við taka til, held ég hafi aldrei verið jafn himinlifandi yfir því að þurfa að taka til.. Ég naut þess í botn að fá smá vott af jólahreingerningu- þó hún væri á aðfangadag.. Aðal jólaskrautið var líka undirbúið- Matarborðið. Þar var að sjálfsögðu spes dúkur, jólamatarstell.. en svo skraut.. Glimmer, gervisnjór, styttur og bara name it ! Ég eyddi síðan restinni af deginum að horfa á sjónvarpið, heldur glaðari í skapi... en það vantaði samt eitthvað. Svo fór ég nú og klæddi mig í jólafötin kl. 18:30, frekar einkennilegur tími, en hvað um það. Svo aðstoðaði ég Dominique sem var búin að standa í eldhúsinu síðan eftir hádegið við að undirbúa forréttinn... Svo um 20:30 voru allir tilbúnir og þá var skálað í kampavíni, ekki mitt uppáhald, en forvitnilegt að prófa. Eftir kampavínið var skipst á gjöfum. Ég gaf strákunum ullarsokka sem amma Hafdís prjónaði og stelpunum inniskó sem mamma prjónaði( svo gaf ég litlu krökkunum ullarsokka & vetlinga sem Sigga amma prjónaði). Þeim fannst þetta alveg frábær hugmynd og voru svaka þakklát.. Frá Dominique og Charles fékk ég klút, ljósmyndabók frá Cote d'Opale, handáburð og varasalva gert úr vínberjum og dvd frá Live 2003 -Coldplay og frá Anne-Charlotte fékk ég ótrúlega flott hálsmen..
Svo hófst átið ! Í forrétt var Foi gras, svaka gott... Í aðalrétt var geldhani (íslendingum virðist finnast það fyndið) með ljúffengri fyllingu, karteflumús og einhverju fleiru man ekki.. Svo í eftirrétt var eitthvað sem ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa en það var svaka bomba ! 3 tegundir í boði...
18. desember fór ég til Parísar með Dominique, Celine og Mariu.. Það var alveg æðislega gaman !
Tókum lest um morguninn, komum til Parísar um 10. Svo fórum við á sýningum um Kínaveldi í gamla daga á Louvre, það var frekar óskipulagt og ég skildi lítið sem ekkert en ég hef þó farið á Louvre :) Svo var komið hádegi þegar við komum þar út og Celine fór með okkur á Japanskan veitingastað sem hún þekkti. Hún bjó í 7 ár í París þannig að hún þekkir hvern krók og kima þarna ! En þessi veitingastaður var algjör snilld, sátum í hálfhring í kringum eldhúsið og kokkarnir réttu okkur matinn... Svo var maturinn líka algjört lostæti, svo það var ekki verra.. Eftir hádegið var bara tekið rölt um götur Parísar, það var bara yndislegt- ég elska París ! Miklu skemmtilegra að fara í óplanaða rólega menningarferð heldur en þaul skipulagða sveitta túristaferð- ég sá ekki einu sinni Eiffel turninn :) Ég fann geggjaða vintage búð í hommahverfinu, ætla að muna götunafnið !
Þetta var hreint út sagt vel heppnuð ferð..
Svo 22.des fórum við Maria til Lille. Ég gisti hjá henni í 2 nætur. Fórum þangað um morguninn, gerðum smá jólainnkaup og ég keypti mér m.a. jólakjól.. Svo eftir hádegið fórum við á Rótarý fund... óformlegur fundur, samt með fullorðnum gaur frá Rótarý... og krakkarnir pöntuðu sér bara bjór eins og ekkert væri.. og kallin borgaði. Svo fórum við í Parísarhjól og á jólamarkarðinn.. Fyrsta skiptið mitt til Lille, falleg borg !
Jólin...
23. desember er sjálfst mest óhefðbundni dagur ævi minnar... Engin kom í heimsókn með jólagjafir, ekkert jólaskraut sett upp og ENGIN þorláksmessuheimsók í Hamrafellið og síðast en ekki síst... ekki vottur af vetri ! Borðuðum á Mac Donalds í hádeginu, svo tók ég jólahreingerningu inni hjá mér svona til að fá ögn af jólafýling.. Þegar ég fór í rúmið um kvöldið hugsaði ég að ég gæti alveg eins vaknað daginn eftir og farið í skólan, svo mikið var jólaskapið.
Aðfangadagur var skrýtinn... Þegar ég vaknaði um morguninn ákvað ég nú að halda í þann vana að fara á náttfötunum og horfa á jólabarnaefnið í sjónvarpinu... Þrátt fyrir allar þessar barnastöðvar var engin jólaleg.. Glampandi sól, c.a. 10 stiga hiti og ennþá grænt sumargras. En eftir hádegið hvarf þessi Skröggsdrungi .. Dominique sagði að nú myndum við taka til, held ég hafi aldrei verið jafn himinlifandi yfir því að þurfa að taka til.. Ég naut þess í botn að fá smá vott af jólahreingerningu- þó hún væri á aðfangadag.. Aðal jólaskrautið var líka undirbúið- Matarborðið. Þar var að sjálfsögðu spes dúkur, jólamatarstell.. en svo skraut.. Glimmer, gervisnjór, styttur og bara name it ! Ég eyddi síðan restinni af deginum að horfa á sjónvarpið, heldur glaðari í skapi... en það vantaði samt eitthvað. Svo fór ég nú og klæddi mig í jólafötin kl. 18:30, frekar einkennilegur tími, en hvað um það. Svo aðstoðaði ég Dominique sem var búin að standa í eldhúsinu síðan eftir hádegið við að undirbúa forréttinn... Svo um 20:30 voru allir tilbúnir og þá var skálað í kampavíni, ekki mitt uppáhald, en forvitnilegt að prófa. Eftir kampavínið var skipst á gjöfum. Ég gaf strákunum ullarsokka sem amma Hafdís prjónaði og stelpunum inniskó sem mamma prjónaði( svo gaf ég litlu krökkunum ullarsokka & vetlinga sem Sigga amma prjónaði). Þeim fannst þetta alveg frábær hugmynd og voru svaka þakklát.. Frá Dominique og Charles fékk ég klút, ljósmyndabók frá Cote d'Opale, handáburð og varasalva gert úr vínberjum og dvd frá Live 2003 -Coldplay og frá Anne-Charlotte fékk ég ótrúlega flott hálsmen..
Svo hófst átið ! Í forrétt var Foi gras, svaka gott... Í aðalrétt var geldhani (íslendingum virðist finnast það fyndið) með ljúffengri fyllingu, karteflumús og einhverju fleiru man ekki.. Svo í eftirrétt var eitthvað sem ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa en það var svaka bomba ! 3 tegundir í boði...
Eftir mat, ákvað ég að opna alla pakkana frá Íslandi, þeim fannst ég vera með marga pakka, þau fá bara frá foreldrum og systkinum en ekki allri ættinni eins og ég hehe :D
Og þeir voru svo margir að ég nenni ekki að telja allt upp, en það var mest af íslensku nammi .. Takk allir æðislega ! Þegar ég var búin að því horfði fjölskyldan saman á sjónvarpið !! Charles líka, annað skipti sem hann horfir eitthvað af viti á sjónvarpið ! Horfðum á sketsa frá Francois Damiens, vá hvað hann er fyndin, ég bara veltist um af hlátri !
Þessar áhyggjur og vonleysi var alveg óþarfi, þó ég hafi ekki heyrt kirkjuklukkur Dómkirkjunnar í útvarpinu og þó það hafi ekki verið snjór eða Þorláksmessuheimsókn í Hamrafellið.. Jólin koma, alveg sama hvað, og sú viska sem ég fékk úr myndinni Polar Express sem ég horfði á á Þorláksmessu segir það einfaldlega að það er jólaandinn í sjálfum þér sem gildir. Og ég fann það að jólagleðin í sjálfri mér gerði þetta ennþá betra !
Og þeir voru svo margir að ég nenni ekki að telja allt upp, en það var mest af íslensku nammi .. Takk allir æðislega ! Þegar ég var búin að því horfði fjölskyldan saman á sjónvarpið !! Charles líka, annað skipti sem hann horfir eitthvað af viti á sjónvarpið ! Horfðum á sketsa frá Francois Damiens, vá hvað hann er fyndin, ég bara veltist um af hlátri !
Þessar áhyggjur og vonleysi var alveg óþarfi, þó ég hafi ekki heyrt kirkjuklukkur Dómkirkjunnar í útvarpinu og þó það hafi ekki verið snjór eða Þorláksmessuheimsókn í Hamrafellið.. Jólin koma, alveg sama hvað, og sú viska sem ég fékk úr myndinni Polar Express sem ég horfði á á Þorláksmessu segir það einfaldlega að það er jólaandinn í sjálfum þér sem gildir. Og ég fann það að jólagleðin í sjálfri mér gerði þetta ennþá betra !
Og á Jóladag kom Aude og fjölskylda í hádegismat.. Það var voða gaman en mér leið bara eins og það væri venjulegur sunnudagur þegar vinir Louis komu bara í heimsókn .. Ég hélt ég yrði ekki eldri, en þau sögðu nú gleðileg jól við mig þannig það stoppaði mig frá því að henda þeim út hehe. Á jóladagskvöld fór svo Anne- Charlotte í skíðaferð með Celine og fjölskyldu og þau koma ekki fyrr en á gamlárskvöld heim. En Louise litla mús varð hinsvegar eftir, og fer aftur heim til sín á morgun.
Svo hafa síðustu dagar verið heldur viðburðalitlir og það hefur dregið mig svoldið niður, því að jólin eru bara búin og fólk búið á því eftir allt "átið" - 2 stórar máltíðir og fólk kallar það át? Ég gæti nú étið til áramóta og það myndi kallast ÁT ! og hana nú. Í gær fór ég reyndar með Mariu að hitta fyrri fósturfjölskylduna hennar í Lens. Lens er ghost town.. allt svo skuggalegt þar ..
Á morgun kemur mamma Charles í heimsókn yfir helgina... Mér skilst að það sé ekkert sérstakt gert á gamlárskvöld þannig ég verð bara að finna mér eitthvað tilbreytilegt að gera :)
Jæja, Jólin eru bara búin, jólaskrautið er samt enn uppi.. snjórinn enn ókominn og allt við það sama ef svo má segja. Þetta voru skrýtin jól, en ég ætla samt að vera jákvæð og þakklát því að ég á ekkert svo bágt... Með helling af íslensku nammi, íslenskum bókum, íslenskri músík og síðast en ekki síst BÆNDABLAÐINU.
Segi þetta gott í bili, og þetta mun verða síðasta bloggið á árinu 2011...
Ég trúi því , leyfi mér að vera smá væmin, að árið 2012 færi mér birtu og gleði í hjarta og allt fari bara upp á við ...
Segi bara svoldið fyrir fram : Gleðilegt nýtt ár og takk innilega fyrir það gamla !
Ykkar, Katla