Saturday, May 5, 2012

Vorið er komið


Ég er búin að hafa í nógu að snúast síðustu 2 mánuðina og því hef ég ekki gefið mér tíma til að gera blogg...
Ég tók eina svakalega ferð í skiptinemarússíbananum um miðjan mars með því að vera með sjálfsvorkun... En svo bara áttaði ég á því að það þýðir ekkert að vera að væla. Þannig ég bara gerði effort í þessu og viti menn allt orðið betra ! Og því þýðir ekkert að sóa fleiri orðum í það :)
Núna skil ég alla heimsins málshætti & orðtök :
Tíminn líður hratt: ég er sko að koma heim eftir 2 mánuði.
Maður uppsker því sem maður sáir: þetta er svo mikið bara lífsmottóið mitt héðan í frá !
Í lok mars kom sumar í smá stund... ég var bara farin í sumarfötum í skólan en svo er bara orðið aftur kalt og er spáð rigningu fram í næstu viku :(
Skemmtilegt atvik sem átti sér stað í góðviðrinu... Ég, María og Rob vorum fyrir utan skólann og sátum á tröppunum... Svo fannst mér ekkert eðlilegra en að leggja jakkan undir hausinn minn og hallaði mér niður í sólbað... Svo kom skrifstofu konan og bara Qu-est-que c'est ca attitude ?! Hverslags framkoma er þetta ? Og skipaði mér að sitjast upp og taka jakkann... vá hvað mér brá og finnst þetta svo fyndiiiið ! Þetta myndi teljast eðlilegt á Íslandi ekki satt?
Páskar...
Á Páskadag fórum við Charles á ættaróðal fjölskyldunnar hans. Þar var amman,bróðir hans og fjölskylda- allt voða nice fólk.. Bróðirinn byrjaði samræðurnar við matarborðið á því að segja : Það var Ísland sem hóf heimskreppnuna.. haha ég sagði bara já og brosti.. Þetta hús fékk mig til að vilja flytja þangað ! Svona ,,kastali” eins og húsið mitt nema mikið stærra og með öllu gamla dótinu ennþá, allt original- æði!
Svo á annan í páskum komu Celine & co. Og krakkarnir leituðu af páskaeggjum – ekkert smámagn af súkkulaði ! Örugglega svona 10 egg fyrir 4 og 2 ára krakka... svo var ég líka með nóa síríus egg fyrir alla :)
Málshátturinn minn var: Auðvelt virðist verk í annars hendi
Ég var semsagt í skólanum alla helgidagana nema á annan í páskum... skrýtið !

Um daginn fór ég í Disneyland í París með Dominique, Celine og krökkunum ! Það var æðislegt, ég varð lítil stelpa aftur :) Disneyland er 20 ára þannig það var skrúðganga og helling af skemmtilegu dóti- fór í risa rússíbana með Celine og hún öskraði svo mikið að hún missti röddina hehe :)

Ég byrjaði í vorfríinu mínu 21.apríl.
Og ég skellti mér í ferðalag ! 22- 28.apríl var ég í Nantes á Bretagne hjá AFS sjálfboðaliða ásamt 3 strákum: svíanum Mikael, kínverjanum Kaiyao og brasilíanum Enzo... Fyrsta daginn var svakalegasta rigning sem ég hef lent í, kápan mín var 2 daga að þorna ! Og fyrsta daginn var fyrsta umferðin í forsetakosningunum – Francois Hollande og Sarcozy komnir í úrslit – seinni umferð í dag !! (6.maí)
En svo var bara skaplegt veður það sem eftir var. Þetta er voða sæt borg, svoldið lík París. Við vorum mjög dugleg að skoða söfn og staði og fórum í nokkra göngutúra með leiðsögumanni, 2 með sömu konunni og allt fólkið var alveg heillað af okkur hvað við værum dugleg að tala frönsku og sögðu bara Bravo !
Svo 28.apríl fórum við í smá rúnt, skoðuðum la Baule, St'Natzire (eða eitthvað þannig) og svo fór ég til Philippe bróður Dominique sem á heima í Sarzeau. Hann á 3 krakka: strákana Galaad 11 ára og Arwen 7 ára svo stelpuna Gwenn... Öll voða krútt og forvitin um Ísland og íslensku :) Þetta er geggjaður staður og það var æðislegt veður mestann tímann. Skoðaði helling af ströndum þarna í kring, fór í hjólatúra með krökkunum og allskonar..
Það er ein strönd í Fellabæjarfjarlægð frá þeim, hjóluðum þangað síðasta daginn þegar það var um 20°C æðislegt !
Kom heim 3.maí, mjög ánægð með fríið mitt. Og hef komist að því að mér finnst landslagið þarna á Bretange minna svoldið mikið á Ísland...

*Ég er byrjuð að taka frönskutíma utan skóla með Maríu. Það er fínt bara og ég er að læra helling af nýjum hlutum.
* Aude (miðjusystirinn) á að eiga litla Alexander á þriðjdaginn.. Búið að nefna drenginn þó hann sé ekki fæddur !
* Núna býr Rob í sama bæ og ég þannig við tökum saman strætó :)
* Ég fór í síðasta skipti í ræktina um daginn... kortið er að renna út... Ætla að reyna að vera dugleg að synda og hlaupa þegar veðrið verður betra :)

Er þessa dagana aðallega að gera alla heimavinnuna mína áður en ég fer í skólann á miðvikudaginn.. Kláraði að lesa bókina The Curious Incident of the Dog in the Night- Time(góð bók- mæli með henni)  í lestinni á leiðinni heim, á núna eftir að gera öll verkefnin..
Svo kláraði ég í gær loksins Íslandskynninguna mína fyrir sögu/landafræði...

16.maí fer ég til Parísar með Dominique, Celine og krökkunum að hitta bandarískan strák sem var sem skiptinemi hjá Coisne fjölskyldunni fyrir 10 árum :)
svo 4-18.júní förum við Dominique til foreldra hennar sem búa í fjöllunum rétt hjá Toulouse – mikið hlakka ég til !!
Skólinn er búin 15.júní þannig ég klára mikið fyrr en allir hinir hehe :D
Svo bara áður en ég veit af verður komin júlí og bara 8.júlí þá kem ég heim á klakann, það verður mjög ljúft! Auðvitað mun ég sakna Frakklands, en Ísland er best !


Þessa dagana er ég með fráhvarfseinkenni frá sauðburði... ég veit að ég verð heima næsta sauðburð og allt það, en þetta er bara svo óbærilega óþægilegt skrýtið og erfitt ! Ég lifi þetta af, sendi bara öllum bændum mína sauðburðar orku og ástríðu (hún er mikil) því ég hef ekkert við hana að gera hérna :)
Langar samt rosa mikið bara að..
..fara út í fjárhús bara til að knúsa lömbin
..vakna kl. 4 í nótt og taka næturvaktina og skrifa svo gáfulega í fjárbókina á eftir
.. heyra í hrossagauknum og lóunni í hvert skipti þegar ég fer út, anda að mér tæru vorloftinu og fá þessa yndislegu vortilfinningu sem öllu þessu fylgir..
.. en þetta verður bara að bíða þangað til næsta vors, c'est la vie :)

Jæja, ég ætla nú að segja þetta gott..
Hafið þið það öll rosa gott og njótið vorsins og alls því sem það hefur upp á að bjóða og þið sem eruð svo heppin að getað tekið þátt í sauðburði.. hugsið til mín :)

Bisous,
Katla 

Thursday, March 8, 2012

Brugges, París, vor... urðu orðin tóm

Ég er ekki að standa mig í því að gera blogg reglulega, hehe en ég er bara búin að hafa svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma...
Eina helgina fór ég í  afmælispartý til David (strákur frá Ekvador sem er með Rotary) Þar voru helling af Rotary krökkum, þau tala öll saman á ensku, meðan við hjá afs VERÐUM að tala alltaf á frönsku hehe :) Svo restina af helginni gisti ég hjá Maríu.
Núna í íþróttum er ég í handbolta... Það er ekki gaman, sé eftir því að hafa verið svona löt í íþróttum hjá Öldu, það kemur sér ekki vel núna, því ég bara kann ekki handbolta og ég reyni að gera eitthvað af viti með því að hugsa um það íslenska landsliðið hehehe :)
Núna er ég semsagt orðin eina barnið á heimilinu og fjölskyldna fór allt í einu úr því að vera 5 í 3 manneskjur..
Louis fór 23.feb til Suður Afríku sem skiptinemi og svo flutti Anne Charlotte skyndilega að heiman í íbúð í Arras, hún kemur reyndar heim um helgar til að hjálpa til við hestana... Þetta er ekki orðið mjög skrýtið ennþá því að það eru búnir að vera gestir og barnabörnin í pössun.. En þegar allt er orðið rólegt verður þetta sjálfsagt mjög einkennilegt !
Í skólanum gengur allt bara við það sama...
Er búin að vera í tveggja vikna fríi núna, og er búin að nýta tímann vel :)
Yngsta systir Dominique er búin að vera hérna allt fríið og Matteó líka, svo litlu skvísurnar nokkra daga inn á milli..
Á þriðjudaginn í síðustu viku fórum við í heimsókn til Aude & fjölskyldu.. Svo á fimmtudaginn fórum við til Brugges í Belgíu.. Það var gargandi snilld, allt svo fallegt þarna, arkitektúrinn mjög svipaður en allt svo miklu snyrtilegra ! Maður getur labbað án þess að fylgjast með hverju skrefi til að forðast hundaskít- annað en hérna í Frakklandi- djöfulsins sóðaskapur ! Fórum líka í bátsferð um borgina, fengum okkur Belgískar vöfflur í kaffinu og enduðum daginn á því að fara á strönd sem heitir Ostandee eða eh þannig.. Þetta var góð ferð !
Aude og Jean Francois voru svo hérna yfir helgina og skildu Louise grísling eftir í pössun.
Svo á mánudag til miðvikudags fór ég með sjálfri mér til PARÍSAR !
Mánudagur:
 Ræs um 5:30 til á ná rútunni til Arras kl. 6:30. Fór með tgv til Parísar rétt fyrir 8 og var þá komin á leiðarenda um 9 leytið. Skellti mér beint á Louvre og ætlaði að eyða morgninum þar, en svo bara mátti ég ekkert fara, á ss. að fá frítt inn því ég er undir 18, en ég þurfti víst að sýna vegabréf en ég var ekkert með þannig með, svo var ég víst með of stóran bakpoka og þau geta ekki geymt slíkt.. Fór í fýluferð þangað. Fór þá bara í Jardin des Plantes, ekki mikið lifandi þar ennþá en samt gaman að taka rölt þar.. Svo þar við hliðiná er náttúruminjasafnið með helling af beinagrindum og fleira. Fór svo eftir hádegi að skoða Notre Dame og eyddi svo restinni af deginum í kringum hana, fór m.a. í Shakespear& Company (bókabúð sem selur enskar bækur) Algjör krúttubúð, settist niður í smá og las í einhverri bók. Um kvöldmatarleytið fór ég að rölta þangað sem ég gisti, hjá Tinnu sem býr í Kínahverfinu.. Eldaði mér eitthvað fljótlegt og planaði svo morgundaginn..
Þriðjudagur:
Á stað um 9-leytið.. Byrjaði daginn á því að fara í Eiffel turninn.. það var rigningarský yfir borginni, en alveg fínasta útsýni þrátt fyrir það.. Eftir hádegismatinn fór ég að skoða Sacre Coeur.. ótrúlega falleg kirkja ! Svo restin af deginum bara í fallegasta hverfi heims.. Montmartre, það er alveg eins og ég ímyndaði mér að París væri.. Svo rómantískt og fallegt ! Fór á safn um hverfið líka.. Ætla einhvern tímann að koma hingað aftur um vor /sumar, þá er örugglega allt mikið fallegra ! Svo kakópása á kaffihúsinu í Halle Saint Pierre. Kíkti svo á le mur de je t'aime- þar sem ég elska þig er skrifað á öllum tungumálum heimsins, mjög flott !
Fann svo líka tvær vintage fata búðir þar í nágrenni, keypti ekkert en skrifaði niður nöfnin til að muna næst þegar ég verð í París ;) Um kvöldið tók ég smá rölt með Tinnu, sá Moulin Rouge leikhúsið og svo efst í götunni hennar er hægt að sjá Eiffel turninn upplýstann, nema hvað að hann vildi ekkert sýna okkur ljósasýningu, stóðum þarna í svona hálftíma en ekkert skeði.. c'est la vie :)
Í gær, Miðvikudag:
Leyfði mér nú bara að sofa svoldið lengur þar sem að ég hafði voða lítið eftir að gera af því sem mig langaði að gera..  Fór horfði á Sigurbogann í svona 10 mín, því svo hljóp ég (í orðsins fyllstu merkingu, á milli metro þ.e.a.s.) á Louvre þar sem ég hitti elsku bestu Erlu mína sem var í París með bekknum sínum ! Oh svo æðislegt að geta hitt hana í smá og spjallað ! Fékk að fara með þeim inn á Louvre, það bætti upp fýluferðina mína á mánudaginn, og skemmtilegt að vera að hlusta á ítalskan Guide tala um listaverk.. ! Þau ætluðu bara að vera þarna allan daginn, þannig ég gafst upp um hádegi og fór, svoldið erfitt að segja bless við elsku bestu mína ! Fékk mér Crépes í hádeginu.. Svo rölt á safninu Carnavalet, safn um sögu Parísar, mæli með því- frítt inn og mjög flott að skoða ! Skaust svo heim til Tinnu, náði í bakpokann og svo heim á leið..
Er mjööög ánægð með þessa 3 daga ! Varð ennþá meira viss um það hvað ég eeeeeeeeeeelska þessa borg mikið!
Svo er ég að fara að byrja í skólanum á mánudaginn... á smá heimavinnu eftir, kannski best að reyna að gera hana :)
Vorið er alveg að detta í gírinn held ég (þó það hafi snjóað á mánudagsmorgun)...

Hef voða lítið annað að segja, ég hef það bara fínt, franskan er öll að verða betri, er farin að hugsa svona að mestu leyti á frönsku- minni gerð af  frönsku nb ! Það er sagt að maður hafi náð tökum á tungumálinu þegar manni dreymir á tungumálinu.. Mig hefur ekki enn dreymt heilan draum á frönsku, en svona ein og ein setning in á milli, þannig að það styttist allavega í þetta :)

Hafið það sem allra best allir <3
Ykkar, Katla

Sunday, January 29, 2012

Nýár

Ætla að segja hvað er búið að vera að gerast hjá mér síðan um jólin.. 
Gamlárskvöld var mjög viðburðalítið og vægast sagt leiðinlegt. Mamma Charles kom og var hjá okkur yfir þá helgi, hún er alveg yndisleg kona ! Það eina sem var frábrugðið þessu kvöldi frá öðrum kvöldum var að við fengum okkur kakó og ég og Anne Charlotte fórum í heita pottinn.. Svo fóru allir í rúmið um 23 og ég sat ein eftir og horfði á áramótaskaupið og fagnaði nýja árinu ein. Mig langaði bara að fara að grenja, þetta var svo glatað. En nýársdagur var fínn, Celine & co komu í mat og þetta var hátíðlegt :)
Svo byrjaði ég í skólanum miðvikudaginn 4.janúar. Metnaðurinn ekki í hámarki þessa dagana og nenni ekki að gera heimavinnuna. Í fyrstu vikunni í skólanum var pakka leikur, ég gaf Djúpur og ég fékk lyklakippu & ostinn Maroil- mjöööög mikil lykt og ég þurfti að vera með hann í töskunni í allan dag.. svo fór ég í ræktina sama dag og það var ekki svitalykt af mér það var ostalykt ! Já ég er byrjuð í ræktinni, ég og Maria erum í átaki, hérna heima fæ ég mér súpu nánast hvert kvöld! Og ég fékk svona kort sem ég skanna inn fyrir ræktina og nafnið mitt er Einarsdittir Ketta... flott þetta ..
Um daginn í skólanum var svona ,,leikrit" þar sem við vorum að kynna verkefnin okkar í Spe. Anglais, svo fór ég að gera mig til og kennarinn sagði,,Þú talar svo á frönsku Katla" og ég bara whaaaat ?! Og var EKKERT undirbúin fyrir það og talaði eins og einhver hallidi þarna, En svo fékk ég 10,5/20, og ég er bara ágætlega sátt við það miðað við hvernig mér fannst mér ganga.
Ég hélt um daginn að vorið væri að koma, það var geggjað veður alla daga og mér var bara hlýtt þegar ég fór í skólan á morgnana... Svo kom bara vetur aftur, frost á næturna og rigning á daginn = dauði og djöfull.
Og þegar ég hélt að vorið væri að koma þá hugsaði ég um það hvað það verður ólýsanlega erfitt að vera ekki heima þegar sauðburður stendur yfir, langar helst að pabbi setji upp myndavél í húsunum og ég geti verið með á Skype !
Einhverja helgina fórum við öll saman fjölskyldan - held í annað skipti sem að fjölskyldan gerir eitthvað SAMAN annað en að borða og horfa á sjónvarpið og í fyrsta skipti sem að við erum öll saman í bíl ! Já við fórum semsagt í mat til mömmu Charles, hún býr í rosa fallegu húsi, ekta frönsk rómantík ! Og þetta hús er í bakgarðinum á risa húsi sem að Charles ólst upp í. Eftir það fórum við á fjölskylduhitting, þar sem systkini mömmu Charles og afkomendur komu saman til að fagna nýja árinu á elliheimilinu þar sem langamman er sem er næstum 98 ára. Þar voru allir voða nice og forvitnir um mig, og ég vissi það ekki fyrr en eftir á að ég talaði við belgíska konu eins og ekkert væri ! Svo stolt af mér..
Svo þessa helgi gisti Maria hjá mér. Dominique og Charles fóru í gær og komu heim í dag og á meðan var parteeeeeeeyyyyy hérna.. Við vorum 8 krakkar frá 14-17 ára og allir að drekka nema við Maria, en það var bara mjöög gaman, gaman að rugla í fullum litlum krökkum ! :)
Núna eru miklar breytingar framundan hér á heimilinu, ég veit ekki hvernig mér á að líða með það, þetta kemur til af leiðilegum ástæðum, og ég get ekki séð mikið jákvætt í þessu í augnablikinu.. Ég ætla ekki að vera að segja hvað er í gangi því að þetta er ennþá svoldið viðkvæmt mál, en engar áhyggjur þetta hefur ekkert með mig að gera  :)
Jæja, ég er í þeirri krísu að ég man ekkert hvað er búið að vera að gerast.. Bara búið að vera netvesen og leti hjá mér á nýja árinu ...
Ég setti mér nokkur áramótaheit, ætla að deila einu með ykkur :
-Reyna alltaf að sjá eitthvað jákvætt í öllu, sama hversu ómögulegt það virðist :)
ég skal vera duglegri að blogga ...
Ég sakna ykkar allra rosalega, og ég er búin að vera hérna í næstum 5 mánuði, dvölin hálfnuð.. Ég trúi því ekki, þetta er búið að líða svo óeðlilega hratt að það er bara sorglegt.. Og ég tala ekki nógu góða frönsku ennþá... oh lá lá ! :( En allt kemur með tímanum segir fólk... Ég ætla bara að vera þolinmóð og brosi við þeirri hugsun að ég TALA frönsku þegar ég kem heim í júlí, það er ljúúuuf hugsun, sérstaklega því að hún er 99,9 % sönn :)

Ok, segi þetta fínt í bili...
Saluuut ;**

- Katla Einarsdóttir