Sunday, January 29, 2012

Nýár

Ætla að segja hvað er búið að vera að gerast hjá mér síðan um jólin.. 
Gamlárskvöld var mjög viðburðalítið og vægast sagt leiðinlegt. Mamma Charles kom og var hjá okkur yfir þá helgi, hún er alveg yndisleg kona ! Það eina sem var frábrugðið þessu kvöldi frá öðrum kvöldum var að við fengum okkur kakó og ég og Anne Charlotte fórum í heita pottinn.. Svo fóru allir í rúmið um 23 og ég sat ein eftir og horfði á áramótaskaupið og fagnaði nýja árinu ein. Mig langaði bara að fara að grenja, þetta var svo glatað. En nýársdagur var fínn, Celine & co komu í mat og þetta var hátíðlegt :)
Svo byrjaði ég í skólanum miðvikudaginn 4.janúar. Metnaðurinn ekki í hámarki þessa dagana og nenni ekki að gera heimavinnuna. Í fyrstu vikunni í skólanum var pakka leikur, ég gaf Djúpur og ég fékk lyklakippu & ostinn Maroil- mjöööög mikil lykt og ég þurfti að vera með hann í töskunni í allan dag.. svo fór ég í ræktina sama dag og það var ekki svitalykt af mér það var ostalykt ! Já ég er byrjuð í ræktinni, ég og Maria erum í átaki, hérna heima fæ ég mér súpu nánast hvert kvöld! Og ég fékk svona kort sem ég skanna inn fyrir ræktina og nafnið mitt er Einarsdittir Ketta... flott þetta ..
Um daginn í skólanum var svona ,,leikrit" þar sem við vorum að kynna verkefnin okkar í Spe. Anglais, svo fór ég að gera mig til og kennarinn sagði,,Þú talar svo á frönsku Katla" og ég bara whaaaat ?! Og var EKKERT undirbúin fyrir það og talaði eins og einhver hallidi þarna, En svo fékk ég 10,5/20, og ég er bara ágætlega sátt við það miðað við hvernig mér fannst mér ganga.
Ég hélt um daginn að vorið væri að koma, það var geggjað veður alla daga og mér var bara hlýtt þegar ég fór í skólan á morgnana... Svo kom bara vetur aftur, frost á næturna og rigning á daginn = dauði og djöfull.
Og þegar ég hélt að vorið væri að koma þá hugsaði ég um það hvað það verður ólýsanlega erfitt að vera ekki heima þegar sauðburður stendur yfir, langar helst að pabbi setji upp myndavél í húsunum og ég geti verið með á Skype !
Einhverja helgina fórum við öll saman fjölskyldan - held í annað skipti sem að fjölskyldan gerir eitthvað SAMAN annað en að borða og horfa á sjónvarpið og í fyrsta skipti sem að við erum öll saman í bíl ! Já við fórum semsagt í mat til mömmu Charles, hún býr í rosa fallegu húsi, ekta frönsk rómantík ! Og þetta hús er í bakgarðinum á risa húsi sem að Charles ólst upp í. Eftir það fórum við á fjölskylduhitting, þar sem systkini mömmu Charles og afkomendur komu saman til að fagna nýja árinu á elliheimilinu þar sem langamman er sem er næstum 98 ára. Þar voru allir voða nice og forvitnir um mig, og ég vissi það ekki fyrr en eftir á að ég talaði við belgíska konu eins og ekkert væri ! Svo stolt af mér..
Svo þessa helgi gisti Maria hjá mér. Dominique og Charles fóru í gær og komu heim í dag og á meðan var parteeeeeeeyyyyy hérna.. Við vorum 8 krakkar frá 14-17 ára og allir að drekka nema við Maria, en það var bara mjöög gaman, gaman að rugla í fullum litlum krökkum ! :)
Núna eru miklar breytingar framundan hér á heimilinu, ég veit ekki hvernig mér á að líða með það, þetta kemur til af leiðilegum ástæðum, og ég get ekki séð mikið jákvætt í þessu í augnablikinu.. Ég ætla ekki að vera að segja hvað er í gangi því að þetta er ennþá svoldið viðkvæmt mál, en engar áhyggjur þetta hefur ekkert með mig að gera  :)
Jæja, ég er í þeirri krísu að ég man ekkert hvað er búið að vera að gerast.. Bara búið að vera netvesen og leti hjá mér á nýja árinu ...
Ég setti mér nokkur áramótaheit, ætla að deila einu með ykkur :
-Reyna alltaf að sjá eitthvað jákvætt í öllu, sama hversu ómögulegt það virðist :)
ég skal vera duglegri að blogga ...
Ég sakna ykkar allra rosalega, og ég er búin að vera hérna í næstum 5 mánuði, dvölin hálfnuð.. Ég trúi því ekki, þetta er búið að líða svo óeðlilega hratt að það er bara sorglegt.. Og ég tala ekki nógu góða frönsku ennþá... oh lá lá ! :( En allt kemur með tímanum segir fólk... Ég ætla bara að vera þolinmóð og brosi við þeirri hugsun að ég TALA frönsku þegar ég kem heim í júlí, það er ljúúuuf hugsun, sérstaklega því að hún er 99,9 % sönn :)

Ok, segi þetta fínt í bili...
Saluuut ;**

- Katla Einarsdóttir

No comments:

Post a Comment