Tuesday, September 6, 2011

Fyrstu dagarnir mínir í Frakklandi

Nú er ég búin að vera í Frakklandi í 4 daga, og líkar vel ! :)

Föstudagur.
Við (ég, Íris, Valdís, Guðlaug, Dóra, Sædís, Ásgeir og Bergþór) mættum í Leifsstöð 5:40 á föstudagsmorgun og flugið átti að vera kl. 7:40. En svo kom í ljós að flugið var ekki fyrr en 9:30 ... jeiiiij ! Kvaddi mömmu, pabba og Odd og svo fórum við nokkra hringi í fríhöfninni og sátum og spjölluðum til 9. Við Íris hittum Ingibjörgu sem er að fara til London sem aupair .. Svo var lagt af stað til Parísar. Og um 14:30 stigum við út úr vélinni sem hét btw. Katla ! og í vægast sagt goooooott veður ! eh um 30 stiga hiti ... Svo biðum við eftir farangrinum og sáum svo Lise, sjálfboðaliða AFS.. Það  var víst eitthvað mikið vesen í gangi þvi að öllum flugum var frestað og lalalaaa... þannig við fórum og biðum eftir krökkunum frá S-ameríku því að þau voru týnd á flugvellinum, og við hittum usa krakkana sem eru 46 talsins ! Svo var lagt af stað með rútu á Hostelið okkar sem var í 20 hverfi. Og umferðið í París er engu lík, allir pirraðir og keyra út um allt og svo mikið öngþveiti (eða hvernig sem að maður skrifar það).. Svo þegar við komum á Hostelið var okkur skipað niður á herbergi og ég var með 2 stelpum. '96 frá Kólumbíu og '95 frá Usa. Matur kl 19. og hann var ekki spennandi... ég fékk mér ógeðslegt bygg,túnfisks,ólífu jukk í forrétt, svo var pizza í aðalrétt og hún var bara ógeð ! en eftirrétturinn var fínn... kókoskaka. Svo hlógum við  pempíurnar frá Íslandi af því hvað ekkert var nógu gott fyrir okkur ; Maturinn ógeð, vatnið vont og ekki nógu kalt, herbergin skítug og vond lykt allstaðar ... Eftir mat spiluðum við og fórum snemma í rúmið ..

Laugardagur.
Við krakkarnir (íslensku) ætluðum að hittast í morgunmat kl. 9.  En svo kom sjálfboðaliði og ræsti alla í mínu herbergi kl. 7:30 bara til að segja að klukkan væri hálf 8 ! Eftir mrg.mat fórum við í skoðunarferð um París með rútu í 30 stiga hita ! Það var alveg æðislegt og borgin falleg ... En við fórum bara út á einum stað, Eiffel turninn. Æðislegt! en við fórum bara upp að honum en ekki upp í hann.. Eftir þetta voru allir dauðþreyttir og ég lagði mig í 1 og 1/2 tíma. Svo var frekar tilgangslaus oriantation í 3 tíma, þau hefðu getað sagt okkur þetta allt á klukkutíma een okai :) Kvöldmaturinn var skárri þetta kvöldið ..  Svo kom alvöru hitaskúr og þrumur&eldingar... Welcome meeting um kvöldið, þar sem okkur var sagt hvernig morgundagurinn yrði og allt það, ég er eini íslendingurinn í Artois.. Og ég gleymdi að kveðja alla krakkana !

Sunnudagur.
Morgunmatur um 9 og út úr herbergjum kl.10. En ég átti ekki að fara fyrr en kl.11:45 þannig ég bara sat og beið... Svo kvaddi ég Guðlaugu sem fór um 10...  Artois hópurinn (minn) fór á Gare du Nord lestarstöðina og ég var eins og hálfviti með bakpokan framan á mér... ég ætlaði sko ekki að láta stela af mér ! :) Svo var okkur sagt þegar við komum þangað að við þyrftum að bíða í 2 og hálfan tíma... sátum bara á gólfinu og gerðum ekkert.... ! Svo var lagt af stað til Arras, enga stund að fara þar á milli ! Þar hittum við fósturfjölskyldurnar og ég hitti Dominique, fósturmömmu mína  :) Svo var einhvern smá fund og svo fórum við og hittum elstu systurina Céline, manninn hennar og sætu börnin hennar, 3 ára strák og 18 mánaða stelpu... Maðurinn, held hann heitir Phillipe, heldur með MU ! :D Céline er með fyrirtæki sem selur vörur frá bændum, t.d. eplasafa sem er mjöög góður og allskonar Jógúrt .. Svo keyrðum við "heim" til Mondicourt,  hitti pabbann, Charles sem er krúttlegur kall. Svo hitti ég hundana tvo, Basil og A -eitthvað , annar risastór og ljúfur, hinn er með risaskurð á maganum því að hann var að rífast við annan hund, og hann er alltaf með sárabindi með hunangi til að láta sárið gróa og stuttermabol ... og hann er lika sætur og góður... Svo hitti ég bróðirinn sem er '94 og heitir Louis Eduard og vin hans, og þeir kysstu mig báðir, sem er bara allt í lagi en svo kom vinur hans sérstaklega upp í herbergi til að kyssa mig bless hehe ! Og þegar ég tala um að kyssa þá meina ég ekki koooosssssss ;*;* heldur http://www.youtube.com/watch?v=quV0o0bib-k ;) Svo sýndi mamman mér húsið, sem er STÓRT... allt svo flott og fínt, held án djóks að þetta hafi verið einhver herragarður hérna í denn...  og ég er með lítið sætt herbergi á annari hæð.. :) ég átti erfitt með að rata hérna fyrst því að það eru helling af stigum og hurðum ... um 18 kom Anne- Charlotte heim... Matur kl 20. Það var súpa og tartes (baka) sem var mjööög góð ! og svo ostar á eftir.. .Svo fór Anne-Charlotte fram og kom inn syngjandi afmælissönginn fyrir mig og allir tóku undir. Og ég fékk líka gjafir :D Hárbursta, snyrtitösku og bók til að skrifa eftirrétta uppskriftir í :) Kakan var mjöög góð ! Eftir matinn gaf ég þeim gjafirnar frá mér og allir alsælir ... Fyrir svefninn horfði ég á Band of Brothers þátt, sem er eitthvað fyrir þig pabbi !  :)

Mánudagur.
Vaknaði úthvíld kl.9 og fékk mér morgunmat.. Fór með Anne-Charlotte og Dominique í göngutúr með A-hundinn hehe.. Allt í umhverfinu svo franskt ! Alveg eins og í bíómyndunum ...
Eftir hádegi fórum við Anne-Charlotte til Arras, ég fékk mér franskt símanúmer, hún gaf mér 2 kennslubækur í frönsku (önnur fyrir 8-11 ára hahaha) og svo hittum við vini hennar.. og þau reeeyktu ! Heldur betur .. og annar er alveg eins og Gunni hennar Betu. ALVEG EINS! Á heimleiðinni áttum við systur gott spjall og hún bara, ef að þig vantar eitthvað , vilt tala um vandamál os.frv. láttu mig vita ! svo nice :) Syntum í sundlauginni þegar heim var komið, ég ætla að vera súper dugleg að synda.. koma mér í gott form...hehe..
Svo mamma - í matinn var eitthvað sem þú ættir að prófa ! það var svona mini kúrbítur sem var búið að skera að mestu innan úr og fyllt með  með einhverju kjöti, leit út eins og túnfiskur en veit ekki hvað var. Svo var ofan á Timian held ég eða Rósmarín.. algjört lostæti .. Eftir mat var ég beðin um að segja þeim frá deginum mínum á frönsku og ég bara: ég borða jógúrt, ég ferðalag Arras með Anne-Charlotte, ég sími, ég borða súpu. Og þau bara Trés bien. Mamman og pabbinn voru ánægð að ég reyndi að tala frönsku :) Svo er Louis alltaf að reyna aða tala á ensku við mig, hann í gær: I love your cd :)  Um kvöldið var þáttur sem heitir L'amour est dans le pré.. Sem er svona raunveruleikaþáttur um fólk sem er ný byrjað saman og er frekar glatað.. svoldið fyndið :)

Í dag svaf ég til hálf 12 og er búin að vera bara að slaka á, er komin með eitthvað ógeðskvef..


- Ég er ekki byrjuð í skóla, því að það gengur erfiðlega að finna fyrir mig, einn vildi ekki fá mig því ég tala ekki frönsku, svo segja aðrir að það sé of seint að sækja um en þau segja að þetta verði allt í lagi..
- Hérna er ekta sveit, hundar, hestar, hænur og gæsir.
- Hitinn er búin að vera á milli 20-30 en núna er kalt ...
- Allar myndir og allir þættir eru talsettir, fyndið að sjá Cougar Town á frönsku ...

Jæja þetta er ágætt í bili held ég :)

Au revoir,
Katla

1 comment:

  1. Vá Vá Vá!!! mikil bið og vesen í upphafi .. auðvita voruð þið íslendingarnir með vesen eigið ekkert að vera fara héðan það er allt svo frábært! :D HAHAHA ég hló nánast upphátt hérna í tíma þegar ég las það að þú værir með bakpokan framan á þér! hahahah!
    OMÆGOOT kysstu þeir þig bara svona eins og í bíómyndunum?! :O
    Er vinurinn sætur :) ?
    Een æjji sæt af þeim að halda smá ,,afmæli" fyrir þig.
    En vá hvað þau virka nice, sem er gott! frábært að heyra að hún sé svona til staðar fyrir þig :) (mannst að ég er það alltaf líka) :D
    Geeðveikt að sjá hvað þú ert ánægð ástin min!
    vertu duglega að setja inn myndir og skrifa og svona :) sakna þín !

    BTW ég er með big news handa þér!!! :D:D:D
    Skype date bráðum :)

    ReplyDelete