Monday, October 31, 2011

Dagur 60 - 2 mánuðir

Næstum því mánuður síðan ég bloggaði síðast.. Finnst vera komin tími á nýtt blogg :)

Síðustu vikur hafa verið frekar erfiðar, Heimþráin bankaði uppá einn verðudaginn og það er ekkert svo auðvelt að losna við hana ! Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ alvöru heimþrá og vá hvað það er ömurlegt ! Ég er bara með geðklofa- eina stundina er allt frábært, en svo þarf ég ekki nema að sjá eitthvað sem minnir á Ísland og þá langar mig mest að fara að gráta... Það er mjög erfitt að ráða við þetta. En þetta er að dofna núna, auðvitað sakna ég ykkar allra ógeðslega mikið, en ég hef stjórn á sjálfri mér núna. Og hugsa út í það að ef að ég myndi nú gefast upp, þá væri allt frábært kannski svona fyrstu vikuna.. Svo kæmi bara venjuleg rútína... Finnst fullmikið að kasta 1. milljón í burtu, bara til þess að knúsa ykkur öll tvisvar :)

Held ég ætti að blogga oftar, því ég er búin að gleyma öllu sem ég er búin að vera að gera hehe :)

Búin að vera 6 vikur í skólanum og það gengur bara vel og allt komið í nokkurn vegin rútínu hér..
Mánudagar: Vakna 7 og tek bus kl.8. Skóli 9-16 og 2 tíma hádegishlé ! Eftir skóla rölti ég bara um Arras, og fer örugglega í 75 % tilfella í Pimkie og kaupi mér eitthvað :) Svo bus kl. 17:30. Komin heim um 18, þá bara chil fram að mat sem er kl.20, og svo eru allir farnir í rúmið um og upp úr 22 hér!

Þriðjudagar: Vakna 7-bus kl.8. Er í skólanum 9-17 og 1 og 1/2 tíma hádegi. Bus heim kl. 17:30. Og svo bara venjuleg kvöldrútína: borða kl.20, horfum á Tv, drekkum kannski heita mjólk  með kanill og hunangi og svo mjög snemma í rúmið því að það er ræs snemma daginn eftir.

Miðvikudagar: Vakna kl. 5:30 !!!! Úff hvað það er erfitt. Og bus kl.6:30. Er komin til Arras um 7:20 og byrja ekki í skólanum fyrr en 8:15, þannig maður situr bara inn í CDV og bíður, það er risa herbergi með helling af stólum, einu sjónvarpi og fótboltaspili. Þar sitja allir í frímínótum, hádegishléum o.s.f.v. ógeðslega leiðinlegt ! Svo er skóli frá 8:15-12. Tek strætó kl.13 þannig stundum fer ég í kaffiteríuna og borða hádegismat þar, en stundum borða ég þegar ég kem heim kl.14. Miðvikudagar eru chiillll dagar ! Tek oftast til í herberginu mínu og slaka svo bara á eftir 2 klukkutíma af Histoire og 2 tíma af íþróttum- erfiður skóladagur!:)

Fimmtudagar: Vakna 7 og bus kl.8. Skóli 9-18, langur dagur  með 4 klukkutímum af frönsku (Y).... Anne -Charlotte vinnur á fimmtudögum ,til 19, þannig ég útrétta bara og kem svo heim með henni.. 

Föstudagar:  Er bara í 1 tíma :D Og það eftir hádegi! Þannig ég sef alltaf bara út og svo er tími frá 13:25-14:45. ..

Einhvern föstudaginn var Le Cross. Hlaup, sem allir í skólanum taka þátt í ! Þetta er svaka viðburður, margir komu í búningum, t.d. var ein bekkjarsystir mín Harry Potter, og bekkjarbróðir Stalin.. Okkur var skipt í hópa eftir því sem kennurunum fannst við eiga heima í og ég var í hóp nr 2 /4. Þetta var ekki erfitt hlaup, og er í ágætis formi því að ég er búin að vera í hlaupi síðustu vikur í íþróttum. En Abby bað mig um að labba með sér og ég gerði það, þannig við komum næstum síðastar í mark hehe :D. En það sem ég vissi ekki var að þetta er greinilega eh merkilegt, og við fengum niðurstöður í næsta íþróttatíma og ég var í sæti nr. 371 á meðan allir hinir voru í 100-200 haha :D Bara fyndið !

Um daginn fórum við í keilu ! Þ.e.a.s. Við fjölskyldan, Celine og Jean Philippe, málararnir Philippe (frændi), Francisco og Alexander og svo dóttir Philippe og kærastinn hennar, Remi. 
Það var gaman og ég fékk þetta flotta nafn; Catela haha ! Þetta er bara hvernig þau bera það fram :) Ég ownaði þetta til að byrja með en svo var ég með þeim neðstu í lokin hehe :) Þegar við komum heim, þá æxlaðist það þannig að hundarnir 2 voru upptjúnaðir í sama herbergi = ekki gott ! Þannig að þeir fóru í slag, og allir , nema ég hehe, voru að reyna að stía þeim í sundur. Úff, þetta er erfitt að vera með svona vesen, maður þarf alltaf að passa að þeir séu ekki í sama herbergi, en ef þeir eri í sama herbergi þarf annar að vera bundinn fastur! 

Er búin að fara nokkrum sinnum  út að borða, reyndar ekki búin að fá mér einhvern nýjan franskan mat.. Alltaf bara pizza eða burger :)
Ég hef ekki þorað að stíga á vigtina hérna, en ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan borðað jafn mikið og síðan ég kom hingað... AFS- Another Fat Student ! :D
Á miðvikudaginn í síðustu viku fór ég með Rob og Abby að hitta vini þeirra í hádeginu.. Þeir heita Miguel og David, fínir strákar.. Fengum okkur að borða og svo bara löbbuðum við um Arras... 

Franskan er svo sannarlega ekki auðvelt tungumál !! Ég er alveg farin að geta bjargað mér, og skil ágætlega ... En það sem heldur aftan að mér(eða hvað sem maður segir) er að ég tala ensku við vini mína.. En við erum búin að ákveða að héðan í frá ætlum við bara að tala frönsku :) 

Síðan á föstudaginn 21.okt er ég búin að vera í fríi... Og byrja ekki í skólanum fyrr en á miðvikudaginn :D
Það er mjöög sweet, mér finnst þetta reyndar, ótrúlegt en satt, full langt ! Ég hefði alveg verið til í að byrja í skólanum í dag. 
Ég er bara búin að vera að slaka á heima og læra :) Ég las sögu eftir Edgar Allan Poe, ekki gaman, og þurfti svo að gera "My reading notebook" eftir það, þar sem ég pæli í öllu mögulegu í sambandi við þessa sögu .. jeiij, og svo þarf ég að hella mér í að gera Geographie verkefni. Það verður gaman því að ég skil ekki orð í tímum, skildi ekki orð á fyrirlestrinum sem að við áttum að undirbúa fyrir verkefnið, og skil ekki verkefnið .. JEEEEEEEEEIJ !
Á þriðjudaginn fór ég með Dominique til Calais, heimsóttum Aude- miðjusysturina. Hún er nýbúin að kaupa hús á geggjuðum stað í miðri sveit... gæti ekki ímyndað mér flottari stað til að búa á ! Við fórum á svona útsýnispall þar sem maður gat séð yfir sjóinn England.. Þetta var magnað ! Ég ætla að flytja í bæinn við hliðiná þessum stað.. Hann heitir Escalles- ef ég hverf eftir 10 ár, that's where i'll be :D
Ég gerði í fyrsta skipti eitthvað íslenskt fyrir þau síðan ég kom! Bjó til Kryddbrauðið mitt, og þau elskuðu það.
Á miðvikudaginn var verslunarferð til Amiens ásamt Dominique og Anne-Charlotte. 
Oh hvað það er endalaust gaman að versla hér ! Keypti mér pils, buxur og stígvél fyrir veturinn :)
Á föstudaginn fóru Dominique, Charles og Louis til Marokkó, þannig ég og Anne-Charlotte erum bara einar..
Vinir hennar komu á föstudag og laugardagskvöld, og það var heitapotts partý (já gleymdi að segja að það er kominn heitur pottur hér ! ) og spilapartý. Þau spiluðu Gusgus látlaust - elska það ! :D
Deginum í dag verður eytt í að reyna að skilja Geographie og á morgun ætla ég til Arras að hitta vinkonu mína, Maria :)

* Í gær kom vetrartími.. þannig að núna munar bara einum tíma á Íslandi og Frakklandi
* Í kvöld eru Coldplay tónleikar í París... og 14.des eru líka, ég kemst á hvoruga, því að í kvöld eru fáránlegir tónleikar sem eru auglýstir, er bara verið að gefar miða í getraunum og þannig, ekki neitt selt ! Og í des, er prófavika hjá Anne-Charlotte , og hún væri sú sem að færi með mér...
* Hey, ef að ykkur dettur einhvað sniðugt íslenskt til að elda eða baka í hug, látið mig vita ! Mig langar að gefa þeim eitthvað en dettur ekki neitt í hug !
* Elsku amma Hafdís á afmæli í dag... Til hamingju aftur <3 !

Ég lofa að vera duglegri að blogga... bæði fyrir ykkur og mig, því að ég man ekkert hvað ég er búin að vera að gera þegar það líður svona langt á milli.. (ég er örugglega búin að gleyma að skrifa eitthvað sem ég ætlaði að skrifa)

Adieu,
Katla
 :) <3 :D

Sunday, October 2, 2011

Meðgangan hafin: 1 mánuður búin- 9 mánuðir eftir :)

Í dag er mánuður síðan ég kom til Frakklands.  Þetta hefði alveg eins getað verið 1 vika, mér finnst þetta vera svo lengi að líða ! En það er bara eðlilegt held ég... 
Eins og ég sagði þá er meðgangan hafin. Ég er að lenda á jörðinni eftir PARÍS <3 <3 og SUMAR ENNÞÁ...  og ÓDÝRT AÐ VERSLA ... Og núna hefst vinnan; læra -tala -skrifa frönsku, grow up og hætta að vera með heimþrá, og kynnast sem flestum.  Ekkert af þessu verður piece of cake, en það er það skemmtilega við það þegar upp er staðið- að ég hafi unnið fyrir þessu :)

Dagarnir hérna verða bara heitari og heitari...  Þegar ég fer í skólann á morgnana er skítakuldi en svo þegar skólinn er búinn er maður að bráðna niður því það er svo heitt! Þannig ég kýs heldur að vera kalt í þessar 10 mín sem ég er úti á morgnana heldur en að vera í svitakófi í síðustu tímum dagsins, og klæði mig í létt föt á morgnana.

Ég er búin með 3 vikur í skólanum og það gengur bara ágætlega.. Enskan er ekkert mál fyrir mig, eða það finnst mér ekki, en Enskar bókmenntir -sem ég hélt að væru eitthvað fyrir mig, eru bara alls ekki fyrir mig ! Annað hvort veit ég ekkert hvað kennarinn er að tala um( hugtök sem ég hef aldrei heyrt og allir aðrir þekkja), eða bara ég gleymi að gera heimavinnuna (sem er ólíkt mér og ég bara veit ekki hvað er í gangi). Svo í hinum tímunum skil ég lítið sem ekkert. En í frönsku er ég búin að fá bækur sem eru fyrir 3-6 ára krakka og það er fínt fyrir mig, er að lesa svona orð og læra hvernig á að bera fram stafina, minnir mig á 1.bekk þegar maður var að lesa Sísí og Lóló eða hvað sem það nú hét :) Svo íþróttu er nú ekkert að skilja, bara hlaupa og það næstu vikurnar...  Fyrsti tíminn var hell ! Enda ekkert skrýtið, ekki búin að vera í íþróttum af viti síðan síðasta vor og svo ætla að fara að brillera í hlaupi hérna fyrsta tímann, ó neiii... svo gleymdi ég líka að teygja á eftir hlaupið þannig að ég var með verstu harðsperrur sem ég hef fengið næstu daga haha.. En næsti tími var ekkert mál :)
Ég er ekki búin að eignast eh geggjað marga vini en Maria og Rob eru ágætis vinir mínir :) 

Sumir dagar eru betri en aðrir hérna ! Eins og 19.09 :) Byrjaði daginn á því að hafa ekkert strætóvesen, í fyrsta skipti, svo fór ég í bæinn og gerði góð fatakaup, chillaði svo á Place Du Wetz D'amain og fékk svo uppáhaaaalds smsið mitt í heimi .. Coldplay í París 14.des - frá pabba... Ekki víst að ég farin reyndar, langar óeeeeeendanlega mikið og búin að fá leyfi en Anne-Charlotte er í prófum akkúrat í þessari viku og hún væri sú sem færi með mér... En hún ætlaði að reyna að finna lausn..
En langaði bara að segja ykkur að þó ég sé með smá heimþrá þá er ég að eiga góða daga hérna :)

Síðustu helgi skelltu Dominique, Charles og Anne-Charlotte sér til Mallorca. Þannig ég var hjá Céline í 2 nætur.. Hún var með markað laugardag og sunnudag, og ég var með henni.. Annar markaðurinn var á Cité Natura/Safni náttúrunnar. Það var geggjað ! Allar plöntur heimsins þar liggur við þ.á.m. vínakur - þar mátti maður taka vínberjaklasa að vild nammi! En það var aðeins of geggjað veður fyrir litla Íslendinginn þarna.. Ég held ég hafi fengið minn fyrsta sólsting á sunnudeginum.. Og á laugardagskvöldið smakkaði ég kanínu í fyrsta skipti og það var bara hið besta kjöt !
Ég kom heim til Mondicourt um 18 á sunnudaginn og þá fór Louis heim til Céline þannig ég var ein heima.
Þegar þau komu heim brún og sæt, gáfu þau mér armband og hring með Mallorca perlum - æðiiiislega flott !

Þessi helgi er búin að vera sweet !
Á Föstudaginn var enginn skóli fyrir mig þannig ég svaf bara út, eða þannig. Þessir verkamenn eru að gera mig kreysí, eru mættir klukkan 8 og eru með læti ! En þeir eru ekki um helgar þannig guði sé lof :) Ég hef aldrei gefið mér tíma til að skoða Mondicourt almennilega þannig ég tók smá rölt um bæinn fyrir hádegi. Svei mér þá, ég held að það eina fyrir utan íbúðarhús sé kirkjan ! Um 14 hentist ég út í sundlaug, synti smá og lá svo í sólbaði í 2 tíma  <3. Um kvöldið fór ég með Dominique, Charles og Louis út að borða. Fórum á lítinn sætan stað í Doullon, sem er svona 10 mín héðan. Í forrétt fékk ég mér froskalæri, sem voru bara mjög góð, aðalrétt, lamb sem var allt í lagi, en ég held að það sé ekki það besta fyrir stelpu sem hefur alist upp við að fá úrvals lambakjöt úr heimahaga , þannig auðvitað fannst mér þetta síðra en Krosslamb heh :D, svo í eftirrétt fékk ég súkkulaðiköku - djúsí dauðans ! hún var í laginu eins og muffins svo þegar ég tók fyrsta bitann þá lag heitt súkkulaði út úr henni ! ó lord hvað hún var góð .

Í gær Laugardag slakaði ég bara á fyrri hluta dagsins. En um 15 fór ég með Dominique, Céline og Matteó í bæjarferð til Arras. Það var gaman, þó ég keypti mér ekki neitt. Leið eins og ég væri komin á Laugarveginn á góðum sumardegi, hitin fór í yfir 30°C. Helling af fólki í góðu skapi, tónlist í hátölurum allstaðar og svo enduðum við ferðina á því að fá okkur ostaköku í Me and You, þangað fer ég aftur ! Kíktum líka í búðina sem Anne-Charlott vinnur, það er svona barnabúð- ég þangað þegar ég er ólétt ! Matteó kom með okkur heim og við fórum í sundlaugina. Um kvöldið ætlaði ég að kynna þeim fyrir íslenskum húmor og sýna þeim Dalalíf en það var ekki neinn texti þannig það var vonlaust að horfa á það.. Þannig við horfðum bara á Hors du prix, sem þau höfðu reyndar aldrei séð og höfðu gaman af :)

Í dag er bara búin að vera slökun aldarinnar! Fyrir hádegi fór ég með Anne-Charlotte og Charles á æfingu Lauru og Anne-Charlotte, (Laura er hestur). Magnað að sjá hvað hesturinn getur hoppað yfir hátt ! Í hádeginu komu Céline og co. og borðuðu með okkur. Svo voru þau hér þangað til að verða 18. Við láum bara öll í sólbaði og fórum í sundlauguna þegar okkur var of heitt.. ljúft !

Randome punktar
- Allar stelpur eru mjög nákvæmar þegar glósur í tímum varðar, ef að þær gera minnstu vitleysu þá er náð í tippexið, á meðan ég krota bara yfir villuna og skrifa áfram. Svo eru allar línur þráðbeinar því að þær nota reglustiku alltaf þegar þær gera einhverja línu, á meðan ég treysti bara á það að ég sé ekki skjálfhent og krota blátt áfram !
- Hér heilsast strákar með handabandi þegar þeir hittast, og það er svo fyndið að sjá suma því þeir eru með eitthvað þaulæft handaband, eins og í einhverri amerískri High shcool mynd haha...
- Maturinn hér er góóóður, og ég er orðin svo dugleg að prófa, þó að það líti ekki girnilega út. Ég er til dæmis bara farin að borða tómata, hætt að pína þá í mig- mér finnst þeir actually fínir ! Svo verð ég orðin svo góðu vön þegar ég kem heim að ég vil eftirétt á morgnana, hádeginu og kvöldin hehe :D

Þetta ætti að vera ágætis uppgjör á þessum fyrsta mánuði mínum hér í Frakklandi..

Ég bið að heilsa, 
á bientot,
Katla