Monday, October 31, 2011

Dagur 60 - 2 mánuðir

Næstum því mánuður síðan ég bloggaði síðast.. Finnst vera komin tími á nýtt blogg :)

Síðustu vikur hafa verið frekar erfiðar, Heimþráin bankaði uppá einn verðudaginn og það er ekkert svo auðvelt að losna við hana ! Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ alvöru heimþrá og vá hvað það er ömurlegt ! Ég er bara með geðklofa- eina stundina er allt frábært, en svo þarf ég ekki nema að sjá eitthvað sem minnir á Ísland og þá langar mig mest að fara að gráta... Það er mjög erfitt að ráða við þetta. En þetta er að dofna núna, auðvitað sakna ég ykkar allra ógeðslega mikið, en ég hef stjórn á sjálfri mér núna. Og hugsa út í það að ef að ég myndi nú gefast upp, þá væri allt frábært kannski svona fyrstu vikuna.. Svo kæmi bara venjuleg rútína... Finnst fullmikið að kasta 1. milljón í burtu, bara til þess að knúsa ykkur öll tvisvar :)

Held ég ætti að blogga oftar, því ég er búin að gleyma öllu sem ég er búin að vera að gera hehe :)

Búin að vera 6 vikur í skólanum og það gengur bara vel og allt komið í nokkurn vegin rútínu hér..
Mánudagar: Vakna 7 og tek bus kl.8. Skóli 9-16 og 2 tíma hádegishlé ! Eftir skóla rölti ég bara um Arras, og fer örugglega í 75 % tilfella í Pimkie og kaupi mér eitthvað :) Svo bus kl. 17:30. Komin heim um 18, þá bara chil fram að mat sem er kl.20, og svo eru allir farnir í rúmið um og upp úr 22 hér!

Þriðjudagar: Vakna 7-bus kl.8. Er í skólanum 9-17 og 1 og 1/2 tíma hádegi. Bus heim kl. 17:30. Og svo bara venjuleg kvöldrútína: borða kl.20, horfum á Tv, drekkum kannski heita mjólk  með kanill og hunangi og svo mjög snemma í rúmið því að það er ræs snemma daginn eftir.

Miðvikudagar: Vakna kl. 5:30 !!!! Úff hvað það er erfitt. Og bus kl.6:30. Er komin til Arras um 7:20 og byrja ekki í skólanum fyrr en 8:15, þannig maður situr bara inn í CDV og bíður, það er risa herbergi með helling af stólum, einu sjónvarpi og fótboltaspili. Þar sitja allir í frímínótum, hádegishléum o.s.f.v. ógeðslega leiðinlegt ! Svo er skóli frá 8:15-12. Tek strætó kl.13 þannig stundum fer ég í kaffiteríuna og borða hádegismat þar, en stundum borða ég þegar ég kem heim kl.14. Miðvikudagar eru chiillll dagar ! Tek oftast til í herberginu mínu og slaka svo bara á eftir 2 klukkutíma af Histoire og 2 tíma af íþróttum- erfiður skóladagur!:)

Fimmtudagar: Vakna 7 og bus kl.8. Skóli 9-18, langur dagur  með 4 klukkutímum af frönsku (Y).... Anne -Charlotte vinnur á fimmtudögum ,til 19, þannig ég útrétta bara og kem svo heim með henni.. 

Föstudagar:  Er bara í 1 tíma :D Og það eftir hádegi! Þannig ég sef alltaf bara út og svo er tími frá 13:25-14:45. ..

Einhvern föstudaginn var Le Cross. Hlaup, sem allir í skólanum taka þátt í ! Þetta er svaka viðburður, margir komu í búningum, t.d. var ein bekkjarsystir mín Harry Potter, og bekkjarbróðir Stalin.. Okkur var skipt í hópa eftir því sem kennurunum fannst við eiga heima í og ég var í hóp nr 2 /4. Þetta var ekki erfitt hlaup, og er í ágætis formi því að ég er búin að vera í hlaupi síðustu vikur í íþróttum. En Abby bað mig um að labba með sér og ég gerði það, þannig við komum næstum síðastar í mark hehe :D. En það sem ég vissi ekki var að þetta er greinilega eh merkilegt, og við fengum niðurstöður í næsta íþróttatíma og ég var í sæti nr. 371 á meðan allir hinir voru í 100-200 haha :D Bara fyndið !

Um daginn fórum við í keilu ! Þ.e.a.s. Við fjölskyldan, Celine og Jean Philippe, málararnir Philippe (frændi), Francisco og Alexander og svo dóttir Philippe og kærastinn hennar, Remi. 
Það var gaman og ég fékk þetta flotta nafn; Catela haha ! Þetta er bara hvernig þau bera það fram :) Ég ownaði þetta til að byrja með en svo var ég með þeim neðstu í lokin hehe :) Þegar við komum heim, þá æxlaðist það þannig að hundarnir 2 voru upptjúnaðir í sama herbergi = ekki gott ! Þannig að þeir fóru í slag, og allir , nema ég hehe, voru að reyna að stía þeim í sundur. Úff, þetta er erfitt að vera með svona vesen, maður þarf alltaf að passa að þeir séu ekki í sama herbergi, en ef þeir eri í sama herbergi þarf annar að vera bundinn fastur! 

Er búin að fara nokkrum sinnum  út að borða, reyndar ekki búin að fá mér einhvern nýjan franskan mat.. Alltaf bara pizza eða burger :)
Ég hef ekki þorað að stíga á vigtina hérna, en ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan borðað jafn mikið og síðan ég kom hingað... AFS- Another Fat Student ! :D
Á miðvikudaginn í síðustu viku fór ég með Rob og Abby að hitta vini þeirra í hádeginu.. Þeir heita Miguel og David, fínir strákar.. Fengum okkur að borða og svo bara löbbuðum við um Arras... 

Franskan er svo sannarlega ekki auðvelt tungumál !! Ég er alveg farin að geta bjargað mér, og skil ágætlega ... En það sem heldur aftan að mér(eða hvað sem maður segir) er að ég tala ensku við vini mína.. En við erum búin að ákveða að héðan í frá ætlum við bara að tala frönsku :) 

Síðan á föstudaginn 21.okt er ég búin að vera í fríi... Og byrja ekki í skólanum fyrr en á miðvikudaginn :D
Það er mjöög sweet, mér finnst þetta reyndar, ótrúlegt en satt, full langt ! Ég hefði alveg verið til í að byrja í skólanum í dag. 
Ég er bara búin að vera að slaka á heima og læra :) Ég las sögu eftir Edgar Allan Poe, ekki gaman, og þurfti svo að gera "My reading notebook" eftir það, þar sem ég pæli í öllu mögulegu í sambandi við þessa sögu .. jeiij, og svo þarf ég að hella mér í að gera Geographie verkefni. Það verður gaman því að ég skil ekki orð í tímum, skildi ekki orð á fyrirlestrinum sem að við áttum að undirbúa fyrir verkefnið, og skil ekki verkefnið .. JEEEEEEEEEIJ !
Á þriðjudaginn fór ég með Dominique til Calais, heimsóttum Aude- miðjusysturina. Hún er nýbúin að kaupa hús á geggjuðum stað í miðri sveit... gæti ekki ímyndað mér flottari stað til að búa á ! Við fórum á svona útsýnispall þar sem maður gat séð yfir sjóinn England.. Þetta var magnað ! Ég ætla að flytja í bæinn við hliðiná þessum stað.. Hann heitir Escalles- ef ég hverf eftir 10 ár, that's where i'll be :D
Ég gerði í fyrsta skipti eitthvað íslenskt fyrir þau síðan ég kom! Bjó til Kryddbrauðið mitt, og þau elskuðu það.
Á miðvikudaginn var verslunarferð til Amiens ásamt Dominique og Anne-Charlotte. 
Oh hvað það er endalaust gaman að versla hér ! Keypti mér pils, buxur og stígvél fyrir veturinn :)
Á föstudaginn fóru Dominique, Charles og Louis til Marokkó, þannig ég og Anne-Charlotte erum bara einar..
Vinir hennar komu á föstudag og laugardagskvöld, og það var heitapotts partý (já gleymdi að segja að það er kominn heitur pottur hér ! ) og spilapartý. Þau spiluðu Gusgus látlaust - elska það ! :D
Deginum í dag verður eytt í að reyna að skilja Geographie og á morgun ætla ég til Arras að hitta vinkonu mína, Maria :)

* Í gær kom vetrartími.. þannig að núna munar bara einum tíma á Íslandi og Frakklandi
* Í kvöld eru Coldplay tónleikar í París... og 14.des eru líka, ég kemst á hvoruga, því að í kvöld eru fáránlegir tónleikar sem eru auglýstir, er bara verið að gefar miða í getraunum og þannig, ekki neitt selt ! Og í des, er prófavika hjá Anne-Charlotte , og hún væri sú sem að færi með mér...
* Hey, ef að ykkur dettur einhvað sniðugt íslenskt til að elda eða baka í hug, látið mig vita ! Mig langar að gefa þeim eitthvað en dettur ekki neitt í hug !
* Elsku amma Hafdís á afmæli í dag... Til hamingju aftur <3 !

Ég lofa að vera duglegri að blogga... bæði fyrir ykkur og mig, því að ég man ekkert hvað ég er búin að vera að gera þegar það líður svona langt á milli.. (ég er örugglega búin að gleyma að skrifa eitthvað sem ég ætlaði að skrifa)

Adieu,
Katla
 :) <3 :D

No comments:

Post a Comment