Finnst vera komin tími á blogg þar sem ýmislegt hefur á daga mína drifið síðan síðast :)
Um daginn fór ég með Anne-Charlotte til Amiens í verslunarferð .. Það var GAMAN! Keypti mér peysu, bol, 2 buxur, peningaveski, meik og andlitskrem ( meikið+kremið bæði á 2 fyrir 1 tilboði) allt þetta á 15 þúsund kall ! Hefði getað keypt mér einar buxur á Íslandi fyrir þennan pening !
Síðasta vika var frekar óspennandi ef svo má segja, var bara heima,svaf út, hjálpaði til við ýmislegt hérna heima og voða lítið annað :)
Litlu krílin hennar Celine (elsta dóttirinn) Mattéo, 3 ára og Eugénie, 1 árs koma alltaf í pössun á miðvikudögum og þau eru algjör yndi.. Og Mattéo var að kenna mér frönsku og finnst ótrúlega fyndið þegar ég kann ekki að bera orðin rétt fram..
Á laugardaginn fór ég með Dominique til miðju dótturinnar Aude að hjálpa henni að pakka í kassa því hún er að flytja.. Hún á krúsí dóttur ... Þannig ég á BARA sæt fóstur-systra-börn :)
Svo byrjaði ég nú loksins í skólanum á mánudaginn ...
Ég var kynnt fyrir stelpu (sem ég er búin að gleyma hvað heitir) sem kann ensku .. Það eru sko ekki allir sem tala ensku þarna.. En já hún kynnti mig svo fyrir annari stelpu sem er alltaf með hinum 3 skiptinemunum. Hún heitir Elisabeth og talar frönsku,ensku og spænsku. Hinir skiptinemarnir eru á vegum Rotary, Rob sem er þýskur en bjó einu sinni í Ástralíu og talar þvílíka áströlsku og einnig frönsku.. hann er voða hjálpsamur og er alltaf til í að hjálpa mér ef ég skil ekki eða veit ekki eða bara what ever.. Maria er frá Mexíkó og er mjög fín stelpa. Hún talar ekki frönsku og ágæta ensku, þannig við erum á sama leveli. Abby er frá Usa og er nice ;)
Ég er með Rob og Mariu í bekk þannig við erum svoldið mikið saman.
Ég er með Rob og Mariu í bekk þannig við erum svoldið mikið saman.
Ég er búin með fyrstu vikuna og hún var ekkert svo auðveld skal ég segja ykkur ! Ég er í : Frönsku, Litterature(sem er bara franska), Anglais LV Renforce, Anglais Lv, Enskri litterature (eeelska þennan áfanga þó ég sé bara búin að fara í 2 tíma ), Sögu, og svo heimspeki (er reyndar ekki búin að fara í þann tíma því ég missti af honum). Ég skil ekkert í frönsku og sögu, því það er töluð franska allan tímann og ég glósa eh sem ég skil ekki orð í, það er svoldið erfitt að vera í 4 frönsku tímum á dag.
Krakkarnir í skólanum eru voða nice við mig en mér finnst svoldið skrýtið að koma svona inn á eftir, vika búin af skólaárinu þegar ég kom. Þau eru öll bara, Ef þú skilur ekki þá geturu spurt mig o.s.f.v. :)
Svo er það ævintýrið um Kötlu og strætó.
Suma morgna get ég farið með Anne -Charlotte í skólann en suma þarf ég að tala strætó , og eins þegar ég er búin í skólanum. Á þriðjudaginn fór ég með strætó kl. 8 og átti að koma á stöðina mína í Arras kl.8:40 , þegar hálftími var þangað til tíminn byrjaði. Anne-Charlotte var búin að sýna mér leiðina frá stoppistöðinni og í skólann þannig þetta ætti ekki að vera mikið vandamál, og sérstaklega þegar ég hafði svona góðan tíma. En það fór öðruvísi en áætlað var, því að ég hafði greinilega ekki horft nógu vel í kringum mig þegar var að leggja leiðina á minnið, því að ég fór fram hjá öllum stoppistöðunum því að mér fannst engin vera sú rétta og fór út á endastöð ! Ég fór í panikk og spurði stelpu sem var þarna hvort hún vissi leiðina í skólann, hún gat sagt mér það og ég lagði af stað. Svo þegar ég var búin að fara eftir hennar leiðbeiningum var skólinn hvergi sjáanlegur þannig ég fór að spyrja fólk leiðar. Þá fékk ég aðrar leiðbeiningar og ég fór eftir þeim en sá skólann ekki .. Þannig ég ákvað að senda Anne-Charlotte sms til að segja henni frá þessum hremmingum mínum. Ég hafði rambað á rétta götu þannig ég labbaði bara upp hana lengi lengi og kom þá loks að skólanum þegar 20 mín voru eftir af tímanum, þannig ég ákvað að mæta ekki heh.. Miðvikudagurinn var heldur skrautlegri, ég vaknaði kl.5:30 til að ná strætó kl. 6:30, og nú var búið að finna manneskju sem fór með strætó á sama tíma til að segja mér hvenær ég ætti að fara út, það var ekkert mál og ég rataði núna í skólann og mætti á réttum tíma. Ég var búin kl.12 og strætó fór kl.13. Ég sendi Dominique sms og sagði að ég ætlaði bara að borða þegar ég kæmi heim kl.14. Svo beið ég á stoppistöðinni og þegar strætó kom þá var hann ekki að fara til Mondicourt. hmm.. skrýtið, þannig ég leit á strætóplanið og þá er öðruvísi á miðvikudögum, hann fer kl.13:39 , nú jæja það skaðaði nú ekki að bíða í rúman hálftíma í þessu góða veðri. Ég sendi Dominique sms aftur og sagði að ég kæmi ekki kl.14 því að strætónum seinkaði.. en svo kom strætó ekki kl. 13:39. Þannig ég beið bara og beið, og spurði alla strætóbílstjórana hvort þeir væru að fara til Mondicourt og enginn var að fara þangað. Ég lét Anne-Charlotte vita af þessu og hún var í skólanum og gat ekkert gert í þessu en fannst það mjög leiðinlegt. Svo var ég búin að taka eftir því að það var einhver strætóumferð annað slagið hinum megin við götuna þannig ég ákvað að labba þangað og sjá hvað var svona merkilegt við það .. Þá var mín megin við götuna, þar sem ég hafði beðið INN í Arras og hinu megin ÚT -til Mondicourt. Þá hafði sá strætóinn kl. 13 farið fram hjá mér og ég alltaf að horfa á vitlaust plan, og engum strætóbílstjóranum datt í hug að segja mér að fara hinum megin við götuna! Nema sá síðasti, hann hljóp meira segja út úr strætónum og útskýrði þetta allt fyrir mér (en þá var ég nú reyndar búin að átta mig á þessu en mér leið strax betur). Þetta var ekkert beint það skemmtilegasta sem ég hef lent í og var við það að bara fara að grenja, ég vorkenndi sjálfri mér svo mikið að bíða úti eftir strætó í bongóblíðu hehe ! Svo sendi Dominique mér sms og spurði hvort ég væri í strætó, ég bara nei, veistu hvenær Anne-Charlotte er búin í skólanum?. Síminn hringdi og það var Celine, var búin að fá fregnir af því að ég væri í einhverjum vanda og bauðst til að ná í mig og leyfa mér að vera heima hjá sér þangað til Dominique kom með krakkana hennar heim. Ég þáði það og var mjög þakklát ! Svo fékk ég að borða heima hjá henni og dúllaði mér að læra smá frönsku. Þannig ég kom heim rétt fyrir 19 en ætlaði að vera komin heim kl. 14..
Í gær,fimmtudag, ætlaði ég bara að ná strætó eins og venjulega um morguninn og beið inni í skýlinu því það var svo kalt, maður á að vera hinum megin við götuna. En þegar ég sá strætó lagði ég af stað yfir götuna eins og engin væri morgundagurinn, en neinei, þegar ég er hálfnuð með götuna brunar strætóin bara fram hjá mér og bílstjórinn horfði bara á mig.. ég bara shit, næsti strætó færi í hádeginu og enginn til að skutla mér ! En svo reiknaði ég út að Dominique ætti að fara að koma heim eftir að hafa skultað Louis í skólann, þannig ég sagði henni frá þessu og hún pikkaði mig upp og skutlaði mér í skólann. og svona 2 mín eftir að ég kom inn þá hringdi bjallann !
Eftir þetta strætó drama ætti ég að hafa lent í ÖLLU sem hægt er að lenda í, í sambandi við strætó og vona að þetta gangi betur í næstu viku :)
- Ég er farin að skilja betur frönsku, en voða lítið farin að tala..
- Ég elska fromange eða osta. Það er alltaf smá biti á eftir kvöldmatnum..ég mun koma með slatta af því heim til Íslands :)
- Veðrið er eins gott og óskast gæti, yfir hádaginn er yfirleitt um 20 °C og stundum fram á kvöld, í síðustu viku borðuðum við matinn úti kl.20 í 23 stiga hita :)
That's it for now..
Au revoir,
Katla :)
Au revoir,
Katla :)
æhh leiðinlegt þetta strætódæmi, vona að þetta gangi betur í næstu viku hjá þér :) og gott að allir í fjölskyldunni séu svona góð við þig !
ReplyDelete