Ætla að standa við mín orð og vera duglegri að blogga !
Heimþráin loksins farin, guði sé lof ! Auðvitað sakna ég ykkar allra ótrúlega mikið en ég bara farin að sætta mig við allt eins og það er og langar ekki að fara að grenja í hvert skipti sem ég sé eitthvað sem minnir mig á Ísland :)
Ég hef ákveðið að hætta að versla föt þangað til ég kaupi mér jólakjól.. Það hefur reynst ágætlega, en ég er bara farin að kaupa mér meiri mat í staðinn hehe.. ég fer örugglega í bakarí á hverjum degi og kaupi mér eitthvað gott í magann... Ég hef ekki þorað að stíga á vigtina síðan ég kom.. ég er að fitna that's a fact.. ég er ekki AFS'ari fyrir ekki neitt, því að AFS stendur ekki bara fyrir American Field Service heldur líka Another Fat Student !
Í skólanum er alltaf meiri og meiri heimavinna, þó að ég geri bara heimavinnuna fyrir enskuna. Held að það sé út af 2 ástæðum, því að BAC (mega-huges- lokaprófin) er að nálgast og því að ég er farin að skilja meira = bæði skemmtilegt og leiðinlegt.. :)
Núna eftir að þetta skall í 2 mánuði byrjaði einhvernveginn ALLT að gerast !
- Heimþráin hætti
- Franskan byrjar að límast betur inn í mig, engan veginn perfait, en þetta kemur hægt og rólega og ég farin að geta haldið uppi sæmilegum samræðum um daginn en þó ekki veginn..
- Byrjaði að vera meira með vinum mínum , mér finnst það merkilegt því að það er ekki eins sjálfsagt fyrir mig, því að ég átti enga vini þegar ég kom en þetta þýðir að ég á vini og þannig, held að engin skilji þetta.. en svona líður mér haha :)
- Tengslin við alla í fjölskylduni að verða meiri :)
Hér er kuldinn yfirráðandi.. og það sem verst er að það er mikið hlýjara á Íslandi !
Ég er farin að sofa í ullarnærfötum, aldrei gert það - ekki einu sinni í útilegum !
Ég væli við hvert tækifæri í ykkur heima að mér sé kalt, en ég er búin að finna tækni: Ég er kappklædd yfir daginn, helst í 2 bolum og 2 peysum undir kápunni og svo með húfu, trefil og vettlinga. Fer stundum og fæ mér chocolate chaud á kaffihúsi- það gerir gæfumun ! Svo skelli ég mér í heita sturtu rétt fyrir svefninn og þá er mér nógu hlýtt, og skelf mig ekki í svefn... Og svo varð þetta allt betra þegar ég fékk þessa æðislegu ullarpeysu frá elsku ömmu Hafdísi í dag ! <3 TAKK :D
Hérna úti eru jólin á næsta leiti... bara rómó..
Allar búðirnar búnar að skreyta, jólanammið komið í Monoprix (sambærilegt Hagkaup), jólaljós gatnanna tilbúin til að láta kveikja á sér, jólabæklingar koma í pósti og svo er verið að setja upp jólamarkaðinn í Arras..
Sjálfsagt er allt svipað á Íslandi, en mér finnst þetta öðruvísi, skemmtilega öðruvísi !
Randome punktar
* Ég á mjög erfitt með að skilja uppeldið á börnum hér.. Öskur er notað við hvert tækifæri, jafnvel þó barnið gerði nákvæmlega ekkert rangt.. Ég fæ bara illt í magann þegar ég heyri móður öskra á barnið sitt !
* Um daginn gerði ég uppáhalds matinn minn, Rækjurétt fyrir fjölskylduna, þeim fannst hann góður
* Í haust kom ég heim um hálf 7 og slakaði á restina af kvöldinu, núna kem ég heim á sama tíma og læri fram að mat og þangað til ég fer að sofa.. erfitt líf.
* Ég er búin að fara 4 sinnum í bíó hérna, á Polisse(mynd um lögreglur sem hugsa um velferð barna) fór með Celine og Dominique, TinTin (Tinni) fór með Anne-Charlotte og vinum hennar- Antoine og Julian, Intouchable(um mann sem verður aðstoðarmaður hreyfihamlaðs manns, ótrúlega góð- ef svo ólíklega vill til að hún komi til Íslands- horfið á hana!) með Jacqueline sem er með AFS frá usa, og svo í gær fór ég á On ne chosir pas sa familie ég fór ein- svo dugleg :D og bókstaflega ein því að það var ein önnur manneskja í bíósalnum !
* Er að elska Mylo Xyloto - nýju Coldplay plötuna, uppáhalds lag: Up In Flames <3
Veit ekki hvort þetta telst langt eða stutt blogg...
En það verður að duga því að þetta er allt ! :D
à bientôt,Katla
No comments:
Post a Comment