Saturday, May 5, 2012

Vorið er komið


Ég er búin að hafa í nógu að snúast síðustu 2 mánuðina og því hef ég ekki gefið mér tíma til að gera blogg...
Ég tók eina svakalega ferð í skiptinemarússíbananum um miðjan mars með því að vera með sjálfsvorkun... En svo bara áttaði ég á því að það þýðir ekkert að vera að væla. Þannig ég bara gerði effort í þessu og viti menn allt orðið betra ! Og því þýðir ekkert að sóa fleiri orðum í það :)
Núna skil ég alla heimsins málshætti & orðtök :
Tíminn líður hratt: ég er sko að koma heim eftir 2 mánuði.
Maður uppsker því sem maður sáir: þetta er svo mikið bara lífsmottóið mitt héðan í frá !
Í lok mars kom sumar í smá stund... ég var bara farin í sumarfötum í skólan en svo er bara orðið aftur kalt og er spáð rigningu fram í næstu viku :(
Skemmtilegt atvik sem átti sér stað í góðviðrinu... Ég, María og Rob vorum fyrir utan skólann og sátum á tröppunum... Svo fannst mér ekkert eðlilegra en að leggja jakkan undir hausinn minn og hallaði mér niður í sólbað... Svo kom skrifstofu konan og bara Qu-est-que c'est ca attitude ?! Hverslags framkoma er þetta ? Og skipaði mér að sitjast upp og taka jakkann... vá hvað mér brá og finnst þetta svo fyndiiiið ! Þetta myndi teljast eðlilegt á Íslandi ekki satt?
Páskar...
Á Páskadag fórum við Charles á ættaróðal fjölskyldunnar hans. Þar var amman,bróðir hans og fjölskylda- allt voða nice fólk.. Bróðirinn byrjaði samræðurnar við matarborðið á því að segja : Það var Ísland sem hóf heimskreppnuna.. haha ég sagði bara já og brosti.. Þetta hús fékk mig til að vilja flytja þangað ! Svona ,,kastali” eins og húsið mitt nema mikið stærra og með öllu gamla dótinu ennþá, allt original- æði!
Svo á annan í páskum komu Celine & co. Og krakkarnir leituðu af páskaeggjum – ekkert smámagn af súkkulaði ! Örugglega svona 10 egg fyrir 4 og 2 ára krakka... svo var ég líka með nóa síríus egg fyrir alla :)
Málshátturinn minn var: Auðvelt virðist verk í annars hendi
Ég var semsagt í skólanum alla helgidagana nema á annan í páskum... skrýtið !

Um daginn fór ég í Disneyland í París með Dominique, Celine og krökkunum ! Það var æðislegt, ég varð lítil stelpa aftur :) Disneyland er 20 ára þannig það var skrúðganga og helling af skemmtilegu dóti- fór í risa rússíbana með Celine og hún öskraði svo mikið að hún missti röddina hehe :)

Ég byrjaði í vorfríinu mínu 21.apríl.
Og ég skellti mér í ferðalag ! 22- 28.apríl var ég í Nantes á Bretagne hjá AFS sjálfboðaliða ásamt 3 strákum: svíanum Mikael, kínverjanum Kaiyao og brasilíanum Enzo... Fyrsta daginn var svakalegasta rigning sem ég hef lent í, kápan mín var 2 daga að þorna ! Og fyrsta daginn var fyrsta umferðin í forsetakosningunum – Francois Hollande og Sarcozy komnir í úrslit – seinni umferð í dag !! (6.maí)
En svo var bara skaplegt veður það sem eftir var. Þetta er voða sæt borg, svoldið lík París. Við vorum mjög dugleg að skoða söfn og staði og fórum í nokkra göngutúra með leiðsögumanni, 2 með sömu konunni og allt fólkið var alveg heillað af okkur hvað við værum dugleg að tala frönsku og sögðu bara Bravo !
Svo 28.apríl fórum við í smá rúnt, skoðuðum la Baule, St'Natzire (eða eitthvað þannig) og svo fór ég til Philippe bróður Dominique sem á heima í Sarzeau. Hann á 3 krakka: strákana Galaad 11 ára og Arwen 7 ára svo stelpuna Gwenn... Öll voða krútt og forvitin um Ísland og íslensku :) Þetta er geggjaður staður og það var æðislegt veður mestann tímann. Skoðaði helling af ströndum þarna í kring, fór í hjólatúra með krökkunum og allskonar..
Það er ein strönd í Fellabæjarfjarlægð frá þeim, hjóluðum þangað síðasta daginn þegar það var um 20°C æðislegt !
Kom heim 3.maí, mjög ánægð með fríið mitt. Og hef komist að því að mér finnst landslagið þarna á Bretange minna svoldið mikið á Ísland...

*Ég er byrjuð að taka frönskutíma utan skóla með Maríu. Það er fínt bara og ég er að læra helling af nýjum hlutum.
* Aude (miðjusystirinn) á að eiga litla Alexander á þriðjdaginn.. Búið að nefna drenginn þó hann sé ekki fæddur !
* Núna býr Rob í sama bæ og ég þannig við tökum saman strætó :)
* Ég fór í síðasta skipti í ræktina um daginn... kortið er að renna út... Ætla að reyna að vera dugleg að synda og hlaupa þegar veðrið verður betra :)

Er þessa dagana aðallega að gera alla heimavinnuna mína áður en ég fer í skólann á miðvikudaginn.. Kláraði að lesa bókina The Curious Incident of the Dog in the Night- Time(góð bók- mæli með henni)  í lestinni á leiðinni heim, á núna eftir að gera öll verkefnin..
Svo kláraði ég í gær loksins Íslandskynninguna mína fyrir sögu/landafræði...

16.maí fer ég til Parísar með Dominique, Celine og krökkunum að hitta bandarískan strák sem var sem skiptinemi hjá Coisne fjölskyldunni fyrir 10 árum :)
svo 4-18.júní förum við Dominique til foreldra hennar sem búa í fjöllunum rétt hjá Toulouse – mikið hlakka ég til !!
Skólinn er búin 15.júní þannig ég klára mikið fyrr en allir hinir hehe :D
Svo bara áður en ég veit af verður komin júlí og bara 8.júlí þá kem ég heim á klakann, það verður mjög ljúft! Auðvitað mun ég sakna Frakklands, en Ísland er best !


Þessa dagana er ég með fráhvarfseinkenni frá sauðburði... ég veit að ég verð heima næsta sauðburð og allt það, en þetta er bara svo óbærilega óþægilegt skrýtið og erfitt ! Ég lifi þetta af, sendi bara öllum bændum mína sauðburðar orku og ástríðu (hún er mikil) því ég hef ekkert við hana að gera hérna :)
Langar samt rosa mikið bara að..
..fara út í fjárhús bara til að knúsa lömbin
..vakna kl. 4 í nótt og taka næturvaktina og skrifa svo gáfulega í fjárbókina á eftir
.. heyra í hrossagauknum og lóunni í hvert skipti þegar ég fer út, anda að mér tæru vorloftinu og fá þessa yndislegu vortilfinningu sem öllu þessu fylgir..
.. en þetta verður bara að bíða þangað til næsta vors, c'est la vie :)

Jæja, ég ætla nú að segja þetta gott..
Hafið þið það öll rosa gott og njótið vorsins og alls því sem það hefur upp á að bjóða og þið sem eruð svo heppin að getað tekið þátt í sauðburði.. hugsið til mín :)

Bisous,
Katla 

Thursday, March 8, 2012

Brugges, París, vor... urðu orðin tóm

Ég er ekki að standa mig í því að gera blogg reglulega, hehe en ég er bara búin að hafa svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma...
Eina helgina fór ég í  afmælispartý til David (strákur frá Ekvador sem er með Rotary) Þar voru helling af Rotary krökkum, þau tala öll saman á ensku, meðan við hjá afs VERÐUM að tala alltaf á frönsku hehe :) Svo restina af helginni gisti ég hjá Maríu.
Núna í íþróttum er ég í handbolta... Það er ekki gaman, sé eftir því að hafa verið svona löt í íþróttum hjá Öldu, það kemur sér ekki vel núna, því ég bara kann ekki handbolta og ég reyni að gera eitthvað af viti með því að hugsa um það íslenska landsliðið hehehe :)
Núna er ég semsagt orðin eina barnið á heimilinu og fjölskyldna fór allt í einu úr því að vera 5 í 3 manneskjur..
Louis fór 23.feb til Suður Afríku sem skiptinemi og svo flutti Anne Charlotte skyndilega að heiman í íbúð í Arras, hún kemur reyndar heim um helgar til að hjálpa til við hestana... Þetta er ekki orðið mjög skrýtið ennþá því að það eru búnir að vera gestir og barnabörnin í pössun.. En þegar allt er orðið rólegt verður þetta sjálfsagt mjög einkennilegt !
Í skólanum gengur allt bara við það sama...
Er búin að vera í tveggja vikna fríi núna, og er búin að nýta tímann vel :)
Yngsta systir Dominique er búin að vera hérna allt fríið og Matteó líka, svo litlu skvísurnar nokkra daga inn á milli..
Á þriðjudaginn í síðustu viku fórum við í heimsókn til Aude & fjölskyldu.. Svo á fimmtudaginn fórum við til Brugges í Belgíu.. Það var gargandi snilld, allt svo fallegt þarna, arkitektúrinn mjög svipaður en allt svo miklu snyrtilegra ! Maður getur labbað án þess að fylgjast með hverju skrefi til að forðast hundaskít- annað en hérna í Frakklandi- djöfulsins sóðaskapur ! Fórum líka í bátsferð um borgina, fengum okkur Belgískar vöfflur í kaffinu og enduðum daginn á því að fara á strönd sem heitir Ostandee eða eh þannig.. Þetta var góð ferð !
Aude og Jean Francois voru svo hérna yfir helgina og skildu Louise grísling eftir í pössun.
Svo á mánudag til miðvikudags fór ég með sjálfri mér til PARÍSAR !
Mánudagur:
 Ræs um 5:30 til á ná rútunni til Arras kl. 6:30. Fór með tgv til Parísar rétt fyrir 8 og var þá komin á leiðarenda um 9 leytið. Skellti mér beint á Louvre og ætlaði að eyða morgninum þar, en svo bara mátti ég ekkert fara, á ss. að fá frítt inn því ég er undir 18, en ég þurfti víst að sýna vegabréf en ég var ekkert með þannig með, svo var ég víst með of stóran bakpoka og þau geta ekki geymt slíkt.. Fór í fýluferð þangað. Fór þá bara í Jardin des Plantes, ekki mikið lifandi þar ennþá en samt gaman að taka rölt þar.. Svo þar við hliðiná er náttúruminjasafnið með helling af beinagrindum og fleira. Fór svo eftir hádegi að skoða Notre Dame og eyddi svo restinni af deginum í kringum hana, fór m.a. í Shakespear& Company (bókabúð sem selur enskar bækur) Algjör krúttubúð, settist niður í smá og las í einhverri bók. Um kvöldmatarleytið fór ég að rölta þangað sem ég gisti, hjá Tinnu sem býr í Kínahverfinu.. Eldaði mér eitthvað fljótlegt og planaði svo morgundaginn..
Þriðjudagur:
Á stað um 9-leytið.. Byrjaði daginn á því að fara í Eiffel turninn.. það var rigningarský yfir borginni, en alveg fínasta útsýni þrátt fyrir það.. Eftir hádegismatinn fór ég að skoða Sacre Coeur.. ótrúlega falleg kirkja ! Svo restin af deginum bara í fallegasta hverfi heims.. Montmartre, það er alveg eins og ég ímyndaði mér að París væri.. Svo rómantískt og fallegt ! Fór á safn um hverfið líka.. Ætla einhvern tímann að koma hingað aftur um vor /sumar, þá er örugglega allt mikið fallegra ! Svo kakópása á kaffihúsinu í Halle Saint Pierre. Kíkti svo á le mur de je t'aime- þar sem ég elska þig er skrifað á öllum tungumálum heimsins, mjög flott !
Fann svo líka tvær vintage fata búðir þar í nágrenni, keypti ekkert en skrifaði niður nöfnin til að muna næst þegar ég verð í París ;) Um kvöldið tók ég smá rölt með Tinnu, sá Moulin Rouge leikhúsið og svo efst í götunni hennar er hægt að sjá Eiffel turninn upplýstann, nema hvað að hann vildi ekkert sýna okkur ljósasýningu, stóðum þarna í svona hálftíma en ekkert skeði.. c'est la vie :)
Í gær, Miðvikudag:
Leyfði mér nú bara að sofa svoldið lengur þar sem að ég hafði voða lítið eftir að gera af því sem mig langaði að gera..  Fór horfði á Sigurbogann í svona 10 mín, því svo hljóp ég (í orðsins fyllstu merkingu, á milli metro þ.e.a.s.) á Louvre þar sem ég hitti elsku bestu Erlu mína sem var í París með bekknum sínum ! Oh svo æðislegt að geta hitt hana í smá og spjallað ! Fékk að fara með þeim inn á Louvre, það bætti upp fýluferðina mína á mánudaginn, og skemmtilegt að vera að hlusta á ítalskan Guide tala um listaverk.. ! Þau ætluðu bara að vera þarna allan daginn, þannig ég gafst upp um hádegi og fór, svoldið erfitt að segja bless við elsku bestu mína ! Fékk mér Crépes í hádeginu.. Svo rölt á safninu Carnavalet, safn um sögu Parísar, mæli með því- frítt inn og mjög flott að skoða ! Skaust svo heim til Tinnu, náði í bakpokann og svo heim á leið..
Er mjööög ánægð með þessa 3 daga ! Varð ennþá meira viss um það hvað ég eeeeeeeeeeelska þessa borg mikið!
Svo er ég að fara að byrja í skólanum á mánudaginn... á smá heimavinnu eftir, kannski best að reyna að gera hana :)
Vorið er alveg að detta í gírinn held ég (þó það hafi snjóað á mánudagsmorgun)...

Hef voða lítið annað að segja, ég hef það bara fínt, franskan er öll að verða betri, er farin að hugsa svona að mestu leyti á frönsku- minni gerð af  frönsku nb ! Það er sagt að maður hafi náð tökum á tungumálinu þegar manni dreymir á tungumálinu.. Mig hefur ekki enn dreymt heilan draum á frönsku, en svona ein og ein setning in á milli, þannig að það styttist allavega í þetta :)

Hafið það sem allra best allir <3
Ykkar, Katla

Sunday, January 29, 2012

Nýár

Ætla að segja hvað er búið að vera að gerast hjá mér síðan um jólin.. 
Gamlárskvöld var mjög viðburðalítið og vægast sagt leiðinlegt. Mamma Charles kom og var hjá okkur yfir þá helgi, hún er alveg yndisleg kona ! Það eina sem var frábrugðið þessu kvöldi frá öðrum kvöldum var að við fengum okkur kakó og ég og Anne Charlotte fórum í heita pottinn.. Svo fóru allir í rúmið um 23 og ég sat ein eftir og horfði á áramótaskaupið og fagnaði nýja árinu ein. Mig langaði bara að fara að grenja, þetta var svo glatað. En nýársdagur var fínn, Celine & co komu í mat og þetta var hátíðlegt :)
Svo byrjaði ég í skólanum miðvikudaginn 4.janúar. Metnaðurinn ekki í hámarki þessa dagana og nenni ekki að gera heimavinnuna. Í fyrstu vikunni í skólanum var pakka leikur, ég gaf Djúpur og ég fékk lyklakippu & ostinn Maroil- mjöööög mikil lykt og ég þurfti að vera með hann í töskunni í allan dag.. svo fór ég í ræktina sama dag og það var ekki svitalykt af mér það var ostalykt ! Já ég er byrjuð í ræktinni, ég og Maria erum í átaki, hérna heima fæ ég mér súpu nánast hvert kvöld! Og ég fékk svona kort sem ég skanna inn fyrir ræktina og nafnið mitt er Einarsdittir Ketta... flott þetta ..
Um daginn í skólanum var svona ,,leikrit" þar sem við vorum að kynna verkefnin okkar í Spe. Anglais, svo fór ég að gera mig til og kennarinn sagði,,Þú talar svo á frönsku Katla" og ég bara whaaaat ?! Og var EKKERT undirbúin fyrir það og talaði eins og einhver hallidi þarna, En svo fékk ég 10,5/20, og ég er bara ágætlega sátt við það miðað við hvernig mér fannst mér ganga.
Ég hélt um daginn að vorið væri að koma, það var geggjað veður alla daga og mér var bara hlýtt þegar ég fór í skólan á morgnana... Svo kom bara vetur aftur, frost á næturna og rigning á daginn = dauði og djöfull.
Og þegar ég hélt að vorið væri að koma þá hugsaði ég um það hvað það verður ólýsanlega erfitt að vera ekki heima þegar sauðburður stendur yfir, langar helst að pabbi setji upp myndavél í húsunum og ég geti verið með á Skype !
Einhverja helgina fórum við öll saman fjölskyldan - held í annað skipti sem að fjölskyldan gerir eitthvað SAMAN annað en að borða og horfa á sjónvarpið og í fyrsta skipti sem að við erum öll saman í bíl ! Já við fórum semsagt í mat til mömmu Charles, hún býr í rosa fallegu húsi, ekta frönsk rómantík ! Og þetta hús er í bakgarðinum á risa húsi sem að Charles ólst upp í. Eftir það fórum við á fjölskylduhitting, þar sem systkini mömmu Charles og afkomendur komu saman til að fagna nýja árinu á elliheimilinu þar sem langamman er sem er næstum 98 ára. Þar voru allir voða nice og forvitnir um mig, og ég vissi það ekki fyrr en eftir á að ég talaði við belgíska konu eins og ekkert væri ! Svo stolt af mér..
Svo þessa helgi gisti Maria hjá mér. Dominique og Charles fóru í gær og komu heim í dag og á meðan var parteeeeeeeyyyyy hérna.. Við vorum 8 krakkar frá 14-17 ára og allir að drekka nema við Maria, en það var bara mjöög gaman, gaman að rugla í fullum litlum krökkum ! :)
Núna eru miklar breytingar framundan hér á heimilinu, ég veit ekki hvernig mér á að líða með það, þetta kemur til af leiðilegum ástæðum, og ég get ekki séð mikið jákvætt í þessu í augnablikinu.. Ég ætla ekki að vera að segja hvað er í gangi því að þetta er ennþá svoldið viðkvæmt mál, en engar áhyggjur þetta hefur ekkert með mig að gera  :)
Jæja, ég er í þeirri krísu að ég man ekkert hvað er búið að vera að gerast.. Bara búið að vera netvesen og leti hjá mér á nýja árinu ...
Ég setti mér nokkur áramótaheit, ætla að deila einu með ykkur :
-Reyna alltaf að sjá eitthvað jákvætt í öllu, sama hversu ómögulegt það virðist :)
ég skal vera duglegri að blogga ...
Ég sakna ykkar allra rosalega, og ég er búin að vera hérna í næstum 5 mánuði, dvölin hálfnuð.. Ég trúi því ekki, þetta er búið að líða svo óeðlilega hratt að það er bara sorglegt.. Og ég tala ekki nógu góða frönsku ennþá... oh lá lá ! :( En allt kemur með tímanum segir fólk... Ég ætla bara að vera þolinmóð og brosi við þeirri hugsun að ég TALA frönsku þegar ég kem heim í júlí, það er ljúúuuf hugsun, sérstaklega því að hún er 99,9 % sönn :)

Ok, segi þetta fínt í bili...
Saluuut ;**

- Katla Einarsdóttir

Thursday, December 29, 2011

Noel.. Jól..

Komin tími til að blogga, þar sem margt hefur á daga mína drifið síðan síðast..

18. desember fór ég til Parísar með Dominique, Celine og Mariu.. Það var alveg æðislega gaman !
Tókum lest um morguninn, komum til Parísar um 10. Svo fórum við á sýningum um Kínaveldi í gamla daga á Louvre, það var frekar óskipulagt og ég skildi lítið sem ekkert en ég hef þó farið á Louvre :) Svo var komið hádegi þegar við komum þar út og Celine fór með okkur á Japanskan veitingastað sem hún þekkti. Hún bjó í 7 ár í París þannig að hún þekkir hvern krók og kima þarna ! En þessi veitingastaður var algjör snilld, sátum í hálfhring í kringum eldhúsið og kokkarnir réttu okkur matinn... Svo var maturinn líka algjört lostæti, svo það var ekki verra.. Eftir hádegið var bara tekið rölt um götur Parísar, það var bara yndislegt- ég elska París ! Miklu skemmtilegra að fara í óplanaða rólega menningarferð heldur en þaul skipulagða sveitta túristaferð- ég sá ekki einu sinni Eiffel turninn :) Ég fann geggjaða vintage búð í hommahverfinu, ætla að muna götunafnið !
Þetta var hreint út sagt vel heppnuð ferð..
Svo 22.des fórum við Maria til Lille. Ég gisti hjá henni í 2 nætur. Fórum þangað um morguninn, gerðum smá jólainnkaup og ég keypti mér m.a. jólakjól.. Svo eftir hádegið fórum við á Rótarý fund... óformlegur fundur, samt með fullorðnum gaur frá Rótarý... og krakkarnir pöntuðu sér bara bjór eins og ekkert væri.. og kallin borgaði. Svo fórum við í Parísarhjól og á jólamarkarðinn.. Fyrsta skiptið mitt til Lille, falleg borg !

Jólin... 
23. desember er sjálfst mest óhefðbundni dagur ævi minnar... Engin kom í heimsókn með jólagjafir, ekkert jólaskraut sett upp og ENGIN þorláksmessuheimsók í Hamrafellið og síðast en ekki síst... ekki vottur af vetri ! Borðuðum á Mac Donalds í hádeginu, svo tók ég jólahreingerningu inni hjá mér svona til að fá ögn af jólafýling.. Þegar ég fór í rúmið um kvöldið hugsaði ég að ég gæti alveg eins vaknað daginn eftir og farið í skólan, svo mikið var jólaskapið.
 Aðfangadagur var skrýtinn... Þegar ég vaknaði um morguninn ákvað ég nú að halda í þann vana að fara á náttfötunum og horfa á jólabarnaefnið í sjónvarpinu... Þrátt fyrir allar þessar barnastöðvar var engin jólaleg.. Glampandi sól, c.a. 10 stiga hiti og ennþá grænt sumargras. En eftir hádegið hvarf þessi Skröggsdrungi .. Dominique sagði að nú myndum við taka til, held ég hafi aldrei verið jafn himinlifandi yfir því að þurfa að taka til.. Ég naut þess í botn að fá smá vott af jólahreingerningu- þó hún væri á aðfangadag.. Aðal jólaskrautið var líka undirbúið- Matarborðið. Þar var að sjálfsögðu spes dúkur, jólamatarstell.. en svo skraut.. Glimmer, gervisnjór, styttur og bara name it ! Ég eyddi síðan restinni af deginum að horfa á sjónvarpið, heldur glaðari í skapi... en það vantaði samt eitthvað. Svo fór ég nú og klæddi mig í jólafötin kl. 18:30, frekar einkennilegur tími, en hvað um það. Svo aðstoðaði ég Dominique sem var búin að standa í eldhúsinu síðan eftir hádegið við að undirbúa forréttinn... Svo um 20:30 voru allir tilbúnir og þá var skálað í kampavíni, ekki mitt uppáhald, en forvitnilegt að prófa. Eftir kampavínið var skipst á gjöfum. Ég gaf strákunum ullarsokka sem amma Hafdís prjónaði og stelpunum inniskó sem mamma prjónaði( svo gaf ég litlu krökkunum ullarsokka & vetlinga sem Sigga amma prjónaði). Þeim fannst þetta alveg frábær hugmynd og voru svaka þakklát.. Frá Dominique og Charles fékk ég klút, ljósmyndabók frá Cote d'Opale, handáburð og varasalva gert úr vínberjum og dvd frá Live 2003 -Coldplay og frá Anne-Charlotte fékk ég ótrúlega flott hálsmen..
Svo hófst átið ! Í forrétt var Foi gras, svaka gott... Í aðalrétt var geldhani  (íslendingum virðist finnast það fyndið) með ljúffengri fyllingu, karteflumús og einhverju fleiru man ekki.. Svo í eftirrétt var eitthvað sem ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa en það var svaka bomba ! 3 tegundir í boði... 
Eftir mat, ákvað ég að opna alla pakkana frá Íslandi, þeim fannst ég vera með marga pakka, þau fá bara frá foreldrum og systkinum en ekki allri ættinni eins og ég hehe :D
Og þeir voru svo margir að ég nenni ekki að telja allt upp, en það var mest af íslensku nammi .. Takk allir æðislega ! Þegar ég var búin að því horfði fjölskyldan saman á sjónvarpið !! Charles líka, annað skipti sem hann horfir eitthvað af viti á sjónvarpið ! Horfðum á sketsa frá Francois Damiens, vá hvað hann er fyndin, ég bara veltist um af hlátri !
Þessar áhyggjur og vonleysi var alveg óþarfi, þó ég hafi ekki heyrt kirkjuklukkur Dómkirkjunnar í útvarpinu og þó það hafi ekki verið snjór eða Þorláksmessuheimsókn í Hamrafellið.. Jólin koma, alveg sama hvað, og sú viska sem ég fékk úr myndinni Polar Express sem ég horfði á á Þorláksmessu segir það einfaldlega að það er jólaandinn í sjálfum þér sem gildir. Og ég fann það að jólagleðin í sjálfri mér gerði þetta ennþá betra !
Og á Jóladag kom Aude og fjölskylda í hádegismat.. Það var voða gaman en mér leið bara eins og það væri venjulegur sunnudagur þegar vinir Louis komu bara í heimsókn .. Ég hélt ég yrði ekki eldri, en þau sögðu nú gleðileg jól við mig þannig það stoppaði mig frá því að henda þeim út hehe. Á jóladagskvöld fór svo Anne- Charlotte í skíðaferð með Celine og fjölskyldu og þau koma ekki fyrr en á gamlárskvöld heim. En Louise litla mús varð hinsvegar eftir, og fer aftur heim til sín á morgun. 

Svo hafa síðustu dagar verið heldur viðburðalitlir og það hefur dregið mig svoldið niður, því að jólin eru bara búin og fólk búið á því eftir allt "átið" - 2 stórar máltíðir og fólk kallar það át? Ég gæti nú étið til áramóta og það myndi kallast ÁT ! og hana nú. Í gær fór ég reyndar með Mariu að hitta fyrri fósturfjölskylduna hennar í Lens. Lens er ghost town.. allt svo skuggalegt þar ..
Á morgun kemur mamma Charles í heimsókn yfir helgina... Mér skilst að það sé ekkert sérstakt gert á gamlárskvöld þannig ég verð bara að finna mér eitthvað tilbreytilegt að gera :)

Jæja, Jólin eru bara búin, jólaskrautið er samt enn uppi.. snjórinn enn ókominn og allt við það sama ef svo má segja. Þetta voru skrýtin jól, en ég ætla samt að vera jákvæð og þakklát því að ég á ekkert svo bágt... Með helling af íslensku nammi, íslenskum bókum, íslenskri músík og síðast en ekki síst BÆNDABLAÐINU.

Segi þetta gott í bili, og þetta mun verða síðasta bloggið á árinu 2011...
Ég trúi því , leyfi mér að vera smá væmin, að árið 2012 færi mér birtu og gleði í hjarta og allt fari bara upp á við ...

Segi bara svoldið fyrir fram : Gleðilegt nýtt ár og takk innilega fyrir það gamla !

Ykkar, Katla 


Wednesday, December 7, 2011

Jólin nálgast..

Á föstudaginn í síðustu viku var ég búin að vera í Frakklandi í 3 mánuði.. Ég trúi þessu ekki, og 7 mánuðir eftir, núna skil ég hugtakið tíminn flýgur.. Ég tek ekki eftir því hvað hann líður óeðlilega hratt! bara, það er komin mánudagur og svo allt í einu er komið sunnudagskvöld !

Skólinn gengur bara vel... Um daginn var Conseil de Classe, sem er svona hálfgert foreldraviðtal, nema ekki foreldrar.. Bara ALLIR kennararnir manns saman komnir í eitt herbergi og sitja í hálfhring og við nemendurnir inn í hringnum.. Svo vorum við nefnd eitt í einu og kennararnir kommentuðu á okkur hvort við stóðum okkur vel eða ekki.. Gott að það er ekki svona á Íslandi, frekar stressandi.. en þar sem ég er bara íslenski skiptineminn sem skilur ekkert, þá voru þau ekkert vond við mig hehe :) Svo í dag kom svona hálfgert einkunnablað í hús.. Takið eftir að hér er hæsta mögulega einkunn 20 en ekki 10 eins og á Íslandi..
Histoire: 2 (þetta er einkunnin úr einhverju verkefni sem ég misskildi fyrirmælin), Anglais Normal 15, Anglais Renforce 11.4, Litterature Etrange Anglais 15,3 (Svo fékk ég Bravo! fyrir aftan og fékk líka 20/20 í munnlegri kynningu um daginn sem ég var að farast úr stressi út af :D ) Sport 12.5.. Og meðal einkunn- 10.3
Ég er bara sátt hehe :)
Núna erum við hætt í útihlaupi í íþróttum, og byrjuð í Acrogym.. Það reynir ekkert á, en vaknaði með harðsperrur frá helvíti daginn eftir.. Ég reyndi að teygja vel á eftir tímann í dag... sjáum til hvernig ég verð á morgun hehe :)
Ég er búin að finna mér nýjan stað til að vera á... (vá þetta hljómar eins og eitthvað sálarlag !) Þegar ég þarf að bíða lengi eftir bus og kalt er úti, þá skelli ég mér bara á bókasafnið,  Guð hvað ég eeelska það ! Þar eru allar heimsins bækur, helling af tímaritum, helling af plássi til að læra og lesa... Æðislegt !

Eins og ég sagði þá nálgast jólin óðfluga...
Það eru hreint út sagt blendnar tilfinningar í tengslum við það ..
Ég er náttúrulega eitt mesta jólabarn sem fyrirfinnst, þannig auðvitað verða þetta skrýtin jól.. Svo líka ennþá skrýtnara því að hér er grasið enn grænt og fer aldrei niður fyrir frostmark! En hér er allt að jólast smátt og smátt.. En auðvitað engin kósý,rómó, aðventustemming eins og heima, en ég bæti það bara upp með því að horfa á jólaljósin og fá mér mandarínu við hvert tækifæri..
Ég reyni að hugsa sem minnst út í þá staðreynd að ég verði ekki á Krossi með fjölskyldunni minni á aðfangadagskvöld... Ég er ekki með heimþrá, bara svo það sé á hreinu, ég bara á mjög erfitt með að átta mig á því hvernig þetta verður, sérstaklega þegar jólin eru ekki eins mikið mál hér og heima.
Auðvitað er þetta spennandi, þrátt fyrir allt.. Ég er jú hér til að prófa eitthvað nýtt... þannig ég reyni bara að leiða hugan fram hjá því leiðinlega og ýti á *next* þegar Helga Möller syngur "Heima um jólin" og pæli í öllu því framandi og spennandi í sambandi við þetta allt ! Til dæmis er allt morandi í jólamörkuðum hérna.. Einn stór í Arras sem hófst 25.nóv og endar á Aðfangadag, þar smakkaði ég um daginn heitan appelsínusafa með kryddi - jól í glasi!.. Svo eru aðrir litlir um helgar í bæjunum, frekar krúttlegt, Svo er líka skautasvell þar ! Bekkurinn minn er að plana að fara þangað í jólafríinu ..  Svo núna í dag var jólatréð sett upp, thank god að það er lifandi.. veit það er fáránlegt en ég get ekki hugsað mér að hafa gervi jólatré ! finnst það svo ó-jólalegt ! Til að loka þessari jólaumræðu þá ætti ég að horfa í kringum mig og pæla í því hvað ég hef það gott, held jólin hjá góðri fjölskyldu, fæ mat og hlýju, meira bið ég ekki um !

Ég steig á vigtina í fyrsta skipti síðan ég kom um daginn..
- Allt sem ég get sagt er- ég ætla í átak eftir jól.

Í gær gisti ég hjá Mariu vinkonu minni frá Mexíkó sem er með mér í bekk.. Það var nefnilega St. Nicolas.. það er einhver hátíð tileinkuð strákum en líka svona í tengslum við jólin.. Þannig um kvöldið fórum við á einhvern lítinn sætan jólamarkað og á leikrit þar sem við vorum örugglega einu manneskjurnar sem voru yfir 5 ára hehe ! Það var bara gaman..

Svo er ég örugglega að gleyma einhverju sem ég er búin að vera að gera, en ég vil frekar svona segja hvernig mér líður og hvað er að gerast frekar en að lýsa dögunum nákvæmlega.. :)

Randome punktar
* Um daginn fór ég í messu upp á grínið, fyrsti tíminn féll niður og þá var akkúrat messa í kirkjunni rétt hjá skólanum.. Ég ætla ekki að fara að stunda þetta en það var fróðleg upplifun að fara í kaþólska messu..
* Hér eru foreldrarnir farnir að drekka rauðvín á hverju kvöldi, byrjuðu bara allt í einu..drukku aldrei og svo núna alltaf !
* Hér er rigningar rassgat ! ógeðsleg rigning alltaf ! Væri frekar til í smá snjó..
*Já ég fór í klippingu um daginn og klippti hárið stutt.. en þið eruð sjálfsagt flest búin að sjá myndir af því..
* Ég á bara eftir þessa viku og næstu svo JÓLAFRÍ !
* 18.des fer ég til Parísar !! Með Mariu, Dominique og Celine, ætlum á einhverja sýningu í Louvre svo kannski túristast aðeins :)
* Margir segja að tungumálið komi á 3 mánuðum, ég get ekki sagt að það sé þannig hjá mér... Ég nenni ekki að vera að pæla í tíma, ég bara reyni að vera eins dugleg og ég get að læra.. svo kemur þetta bara með tímanum.. :)


Jæja, nú ætla ég bara að fara að jólast og jólast...
Eigið þið friðsama og notalega aðventu elsku vinir, hugsa til ykkar alltaf þegar ég fæ mér mandarínu á meðan ég horfi á jólaljósin í rigningunni :)

Bisous,
Katla

Thursday, November 17, 2011

Kuldi - hjartahlýja

Ætla að standa við mín orð og vera duglegri að blogga !

Heimþráin loksins farin, guði sé lof ! Auðvitað sakna ég ykkar allra ótrúlega mikið en ég bara farin að sætta mig við allt eins og það er og langar ekki að fara að grenja í hvert skipti sem ég sé eitthvað sem minnir mig á Ísland :)

Ég hef ákveðið að hætta að versla föt þangað til ég kaupi mér jólakjól.. Það hefur reynst ágætlega, en ég er bara farin að kaupa mér meiri mat í staðinn hehe.. ég fer örugglega í bakarí á hverjum degi og kaupi mér eitthvað gott í magann... Ég hef ekki þorað að stíga á vigtina síðan ég kom.. ég er að fitna that's a fact.. ég er ekki AFS'ari fyrir ekki neitt, því að AFS stendur ekki bara fyrir American Field Service heldur líka Another Fat Student !

Í skólanum er alltaf meiri og meiri heimavinna, þó að ég geri bara heimavinnuna fyrir enskuna. Held að það sé út af 2 ástæðum, því að BAC (mega-huges- lokaprófin) er að nálgast og því að ég er farin að skilja meira = bæði skemmtilegt og leiðinlegt.. :)

Núna eftir að þetta skall í 2 mánuði byrjaði einhvernveginn ALLT að gerast !
- Heimþráin hætti
- Franskan byrjar að límast betur inn í mig, engan veginn perfait, en þetta kemur hægt og rólega og ég farin að geta haldið uppi sæmilegum samræðum um daginn en þó ekki veginn..
- Byrjaði að vera meira með vinum mínum , mér finnst það merkilegt því að það er ekki eins sjálfsagt fyrir mig, því að ég átti enga vini þegar ég kom en þetta þýðir að ég á vini og þannig, held að engin skilji þetta.. en svona líður mér haha :)
- Tengslin við alla í fjölskylduni að verða meiri :)

Hér er kuldinn yfirráðandi.. og það sem verst er að það er mikið hlýjara á Íslandi !
Ég er farin að sofa í ullarnærfötum, aldrei gert það - ekki einu sinni í útilegum !
Ég væli við hvert tækifæri í ykkur heima að mér sé kalt, en ég er búin að finna tækni: Ég er kappklædd yfir daginn, helst í 2 bolum og 2 peysum undir kápunni og svo með húfu, trefil og vettlinga. Fer stundum og fæ mér chocolate chaud á kaffihúsi- það gerir gæfumun ! Svo skelli ég mér í heita sturtu rétt fyrir svefninn og þá er mér nógu hlýtt, og skelf mig ekki í svefn... Og svo varð þetta allt betra þegar ég fékk þessa æðislegu ullarpeysu frá elsku ömmu Hafdísi í dag ! <3 TAKK :D

Hérna úti eru jólin á næsta leiti... bara rómó..
Allar búðirnar búnar að skreyta, jólanammið komið í Monoprix (sambærilegt Hagkaup), jólaljós gatnanna tilbúin til að láta kveikja á sér, jólabæklingar koma í pósti og svo er verið að setja upp jólamarkaðinn í Arras..
Sjálfsagt er allt svipað á Íslandi, en mér finnst þetta öðruvísi, skemmtilega öðruvísi !

Randome punktar
* Ég á mjög erfitt með að skilja uppeldið á börnum hér.. Öskur er notað við hvert tækifæri, jafnvel þó barnið gerði nákvæmlega ekkert rangt.. Ég fæ bara illt í magann þegar ég heyri móður öskra á barnið sitt !
* Um daginn gerði ég uppáhalds matinn minn, Rækjurétt fyrir fjölskylduna, þeim fannst hann góður
* Í haust kom ég heim um hálf 7 og slakaði á restina af kvöldinu, núna kem ég heim á sama tíma og læri fram að mat og þangað til ég fer að sofa.. erfitt líf.
* Ég er búin að fara 4 sinnum í bíó hérna, á Polisse(mynd um lögreglur sem hugsa um velferð barna) fór með Celine og Dominique, TinTin (Tinni) fór með Anne-Charlotte og vinum hennar- Antoine og Julian, Intouchable(um mann sem verður aðstoðarmaður hreyfihamlaðs manns, ótrúlega góð- ef svo ólíklega vill til að hún komi til Íslands- horfið á hana!) með Jacqueline sem er með AFS frá usa,  og svo í gær fór ég á On ne chosir pas sa familie ég fór ein- svo dugleg :D og bókstaflega ein því að það var ein önnur manneskja í bíósalnum !
* Er að elska Mylo Xyloto - nýju Coldplay plötuna, uppáhalds lag: Up In Flames <3

Veit ekki hvort þetta telst langt eða stutt blogg...
En það verður að duga því að þetta er allt ! :D


à bientôt,Katla 

Monday, October 31, 2011

Dagur 60 - 2 mánuðir

Næstum því mánuður síðan ég bloggaði síðast.. Finnst vera komin tími á nýtt blogg :)

Síðustu vikur hafa verið frekar erfiðar, Heimþráin bankaði uppá einn verðudaginn og það er ekkert svo auðvelt að losna við hana ! Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ alvöru heimþrá og vá hvað það er ömurlegt ! Ég er bara með geðklofa- eina stundina er allt frábært, en svo þarf ég ekki nema að sjá eitthvað sem minnir á Ísland og þá langar mig mest að fara að gráta... Það er mjög erfitt að ráða við þetta. En þetta er að dofna núna, auðvitað sakna ég ykkar allra ógeðslega mikið, en ég hef stjórn á sjálfri mér núna. Og hugsa út í það að ef að ég myndi nú gefast upp, þá væri allt frábært kannski svona fyrstu vikuna.. Svo kæmi bara venjuleg rútína... Finnst fullmikið að kasta 1. milljón í burtu, bara til þess að knúsa ykkur öll tvisvar :)

Held ég ætti að blogga oftar, því ég er búin að gleyma öllu sem ég er búin að vera að gera hehe :)

Búin að vera 6 vikur í skólanum og það gengur bara vel og allt komið í nokkurn vegin rútínu hér..
Mánudagar: Vakna 7 og tek bus kl.8. Skóli 9-16 og 2 tíma hádegishlé ! Eftir skóla rölti ég bara um Arras, og fer örugglega í 75 % tilfella í Pimkie og kaupi mér eitthvað :) Svo bus kl. 17:30. Komin heim um 18, þá bara chil fram að mat sem er kl.20, og svo eru allir farnir í rúmið um og upp úr 22 hér!

Þriðjudagar: Vakna 7-bus kl.8. Er í skólanum 9-17 og 1 og 1/2 tíma hádegi. Bus heim kl. 17:30. Og svo bara venjuleg kvöldrútína: borða kl.20, horfum á Tv, drekkum kannski heita mjólk  með kanill og hunangi og svo mjög snemma í rúmið því að það er ræs snemma daginn eftir.

Miðvikudagar: Vakna kl. 5:30 !!!! Úff hvað það er erfitt. Og bus kl.6:30. Er komin til Arras um 7:20 og byrja ekki í skólanum fyrr en 8:15, þannig maður situr bara inn í CDV og bíður, það er risa herbergi með helling af stólum, einu sjónvarpi og fótboltaspili. Þar sitja allir í frímínótum, hádegishléum o.s.f.v. ógeðslega leiðinlegt ! Svo er skóli frá 8:15-12. Tek strætó kl.13 þannig stundum fer ég í kaffiteríuna og borða hádegismat þar, en stundum borða ég þegar ég kem heim kl.14. Miðvikudagar eru chiillll dagar ! Tek oftast til í herberginu mínu og slaka svo bara á eftir 2 klukkutíma af Histoire og 2 tíma af íþróttum- erfiður skóladagur!:)

Fimmtudagar: Vakna 7 og bus kl.8. Skóli 9-18, langur dagur  með 4 klukkutímum af frönsku (Y).... Anne -Charlotte vinnur á fimmtudögum ,til 19, þannig ég útrétta bara og kem svo heim með henni.. 

Föstudagar:  Er bara í 1 tíma :D Og það eftir hádegi! Þannig ég sef alltaf bara út og svo er tími frá 13:25-14:45. ..

Einhvern föstudaginn var Le Cross. Hlaup, sem allir í skólanum taka þátt í ! Þetta er svaka viðburður, margir komu í búningum, t.d. var ein bekkjarsystir mín Harry Potter, og bekkjarbróðir Stalin.. Okkur var skipt í hópa eftir því sem kennurunum fannst við eiga heima í og ég var í hóp nr 2 /4. Þetta var ekki erfitt hlaup, og er í ágætis formi því að ég er búin að vera í hlaupi síðustu vikur í íþróttum. En Abby bað mig um að labba með sér og ég gerði það, þannig við komum næstum síðastar í mark hehe :D. En það sem ég vissi ekki var að þetta er greinilega eh merkilegt, og við fengum niðurstöður í næsta íþróttatíma og ég var í sæti nr. 371 á meðan allir hinir voru í 100-200 haha :D Bara fyndið !

Um daginn fórum við í keilu ! Þ.e.a.s. Við fjölskyldan, Celine og Jean Philippe, málararnir Philippe (frændi), Francisco og Alexander og svo dóttir Philippe og kærastinn hennar, Remi. 
Það var gaman og ég fékk þetta flotta nafn; Catela haha ! Þetta er bara hvernig þau bera það fram :) Ég ownaði þetta til að byrja með en svo var ég með þeim neðstu í lokin hehe :) Þegar við komum heim, þá æxlaðist það þannig að hundarnir 2 voru upptjúnaðir í sama herbergi = ekki gott ! Þannig að þeir fóru í slag, og allir , nema ég hehe, voru að reyna að stía þeim í sundur. Úff, þetta er erfitt að vera með svona vesen, maður þarf alltaf að passa að þeir séu ekki í sama herbergi, en ef þeir eri í sama herbergi þarf annar að vera bundinn fastur! 

Er búin að fara nokkrum sinnum  út að borða, reyndar ekki búin að fá mér einhvern nýjan franskan mat.. Alltaf bara pizza eða burger :)
Ég hef ekki þorað að stíga á vigtina hérna, en ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan borðað jafn mikið og síðan ég kom hingað... AFS- Another Fat Student ! :D
Á miðvikudaginn í síðustu viku fór ég með Rob og Abby að hitta vini þeirra í hádeginu.. Þeir heita Miguel og David, fínir strákar.. Fengum okkur að borða og svo bara löbbuðum við um Arras... 

Franskan er svo sannarlega ekki auðvelt tungumál !! Ég er alveg farin að geta bjargað mér, og skil ágætlega ... En það sem heldur aftan að mér(eða hvað sem maður segir) er að ég tala ensku við vini mína.. En við erum búin að ákveða að héðan í frá ætlum við bara að tala frönsku :) 

Síðan á föstudaginn 21.okt er ég búin að vera í fríi... Og byrja ekki í skólanum fyrr en á miðvikudaginn :D
Það er mjöög sweet, mér finnst þetta reyndar, ótrúlegt en satt, full langt ! Ég hefði alveg verið til í að byrja í skólanum í dag. 
Ég er bara búin að vera að slaka á heima og læra :) Ég las sögu eftir Edgar Allan Poe, ekki gaman, og þurfti svo að gera "My reading notebook" eftir það, þar sem ég pæli í öllu mögulegu í sambandi við þessa sögu .. jeiij, og svo þarf ég að hella mér í að gera Geographie verkefni. Það verður gaman því að ég skil ekki orð í tímum, skildi ekki orð á fyrirlestrinum sem að við áttum að undirbúa fyrir verkefnið, og skil ekki verkefnið .. JEEEEEEEEEIJ !
Á þriðjudaginn fór ég með Dominique til Calais, heimsóttum Aude- miðjusysturina. Hún er nýbúin að kaupa hús á geggjuðum stað í miðri sveit... gæti ekki ímyndað mér flottari stað til að búa á ! Við fórum á svona útsýnispall þar sem maður gat séð yfir sjóinn England.. Þetta var magnað ! Ég ætla að flytja í bæinn við hliðiná þessum stað.. Hann heitir Escalles- ef ég hverf eftir 10 ár, that's where i'll be :D
Ég gerði í fyrsta skipti eitthvað íslenskt fyrir þau síðan ég kom! Bjó til Kryddbrauðið mitt, og þau elskuðu það.
Á miðvikudaginn var verslunarferð til Amiens ásamt Dominique og Anne-Charlotte. 
Oh hvað það er endalaust gaman að versla hér ! Keypti mér pils, buxur og stígvél fyrir veturinn :)
Á föstudaginn fóru Dominique, Charles og Louis til Marokkó, þannig ég og Anne-Charlotte erum bara einar..
Vinir hennar komu á föstudag og laugardagskvöld, og það var heitapotts partý (já gleymdi að segja að það er kominn heitur pottur hér ! ) og spilapartý. Þau spiluðu Gusgus látlaust - elska það ! :D
Deginum í dag verður eytt í að reyna að skilja Geographie og á morgun ætla ég til Arras að hitta vinkonu mína, Maria :)

* Í gær kom vetrartími.. þannig að núna munar bara einum tíma á Íslandi og Frakklandi
* Í kvöld eru Coldplay tónleikar í París... og 14.des eru líka, ég kemst á hvoruga, því að í kvöld eru fáránlegir tónleikar sem eru auglýstir, er bara verið að gefar miða í getraunum og þannig, ekki neitt selt ! Og í des, er prófavika hjá Anne-Charlotte , og hún væri sú sem að færi með mér...
* Hey, ef að ykkur dettur einhvað sniðugt íslenskt til að elda eða baka í hug, látið mig vita ! Mig langar að gefa þeim eitthvað en dettur ekki neitt í hug !
* Elsku amma Hafdís á afmæli í dag... Til hamingju aftur <3 !

Ég lofa að vera duglegri að blogga... bæði fyrir ykkur og mig, því að ég man ekkert hvað ég er búin að vera að gera þegar það líður svona langt á milli.. (ég er örugglega búin að gleyma að skrifa eitthvað sem ég ætlaði að skrifa)

Adieu,
Katla
 :) <3 :D